Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 53
SKINFAXI
53
3. Sjómennska.
4. Jarðrækt o. fl. landbúnaðarstörf.
Ef um atvinnulausar unglingsstúlkur væri að ræða,
þyrfti að bæta við:
5. Saumar, matargerð o. 11. heimilisstörf.
Nú skal stuttlega gerð grein fyrir, hvernig baga
mætti framkvæmdum í hverju þessara efna.
1. Frjáls sjálfbodavinna eða þegnskaparvinna.
Atvinnulausir unglingar eiga kost á að vinna sjálf-
boðavinnu til framgangs þörfum málum fyrir land
sitt og bæ. Þeir vinna líkamleg störf (erfiðisvinnu
eða þ. li.) t. d. fjórar stundir á dag, en stunda nám
og njóta kennslu í almennum fræðigreinum (móður-
máli, reikningi o. fl.), handavinnu, teikningu og íþrótt-
um aðrar fjórar stundir. Fyrir þetta fá þeir fæði (sem
auðvitað verður að vera kjarngott handa vaxandi
æskumönnum), vinnuföt og kr. 0.50—1.00 á dag í
vasapeninga. Auk þess er gott, að þeir unglingar,
sem reynast áhugasamir og duglegir, fái jafnháa
upphæð greidda í einu lagi að vinnulokum, sem við-
urkenningu fyrir dugnað og ástundun.
Auðvitað má alls ekki nota þann vinnukraft, sem
fæst bjá þessum sjálfboðaliðum, til að leysa af hendi
verk, sem annars væru unnin með launuðum vinnu-
krafti, lieldur aðeins til að vinna að framkvæmdum,
sem þörf er á að vísu og koma að menningarlegum
eða öðrum notum, en mundu ekki komast i fram-
kvæmd, ef veita þyrfti til þeirra fé undir venjuleg-
um kringumstæðum. Væri mjög sanngjarnt og eðli-
legt, að hinir ungu sjálfboðaliðar ynnu einkum að
framkvæmdum, sem æskan hefir áhuga á og koma
henni og framtíðinni að notum. Ætti vel við, að fara
um valið eftir tillögum æskulýðsfélaga vinnustað-
anna og fela þeim jafnvel stjórn framkvæmdanna.
Sem líkleg verkefni fyrir slík sjálfboðalið, mætti
nefna bygging íþróttavalla, sjóbaðstaða, sundlauga