Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 42
42
SKINFAXI
Aðalsteinn Sigmundsson:
Atvinnulaus æska.
i.
1 undanförnum árgöngum Skinfaxa hefir allmikið
verið rætt um atvinnumál sveitanna, viðhorf æsk-
unnar — einkum ungmennafélaganna — til þeirra,
og þau ráð, sem félögunum ber þar að reyna til úr-
bóta. Skinfaxi liefir einkum snúið sér að sveitunum
um þetta efni, vegna þess, að þar er nú meginstyrk-
ur ungmennafélaganna. Nú vill Skinfaxi beina hug-
um lesenda sinna að einu meginvandamáli æskunn-
ar við sjóinn: Atvinnuleysi unglinga í þorpum og
kaupstöðum. Verða bornar hér fram tillögur til að
eyða því böli, sem einstaklingum og þjóð slafar af
atvinnuleysi ungra manna. Vænti eg þess, að ung-
mennafélögin i sveit og við sjó geri tillögur þessar
að sínum tillögum og fylgi þeim til framkvæmda.
Rétt er að geta þess, að i utanför minni sumarið
1935 kynnti eg mér allrækilega aðgerðir grannþjóða
vorra i þessu efni, einkum Svía. En i Sviþjóð hafði
sérfræðinganefnd, er rikisstjórnin skipaði, rannsakað
málið og gert um það tillögur, sem þegar voru komn-
ar til framkvæmda. Hefi eg því stuðzt nokkuð við
athuganir og reynslu frændþjóða vorra við samningu
þess, sem hér fer á eftir. — —
Hér er hvorki tóm né rúm til að ræða atvinnu-
leysi yfirleitt, orsakir þess, áhrif þess á líðan og
þroska einstaklinganna, sem fyrir því verða, og af-
leiðingar þess í menningu, hag og lífsviðliorfi þjóð-
arheildanna. Hér verður fjallað um æskuna eina. En
á henni bitnar þetta meginböl líðandi ára, atvinnu-
leysið, alvarlegar og ranglátar en á öðrum hlutum
þjóðanna. Og þeirri hlið málsins, er að æskunni snýr,
er — meðal vor Islendinga a. m. k. — ótrúlega lít-