Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 87

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 87
SKINFAXI 87 sveitanna, liafa annazt franikvæmdir heima fyrir með aðstoð og yfirstjórn Í.S.Í., þegar þurft hefir. — íþróttabækur, regl- ur og námskeið Í.S.Í. hafa haft stórmikla þýðingu um rétta og samræmda iðkun íþrótta. 21 maður hefir ált sæti i stjórn Í.S.Í. þetta tímabil og borið þar hita og þunga starfsins. Mest hefir jafnan mætt á forset- anum, en þvi virðulega, annríka og vandasama starfi hafa aðeins tveir menn gegnt frá upphafi. Axel V. Tulinius var fyrsti forseti Í.S.Í. og gegndi ])vi starfi í 14 ár. Á hann allra manna mest og víðtækast starf að baki fyrir íslenzkan æsku- lýðsfélagsskap um líkamsmenningu, ])ar sem hann hefir verið æðsti maður og aðalbrautryðjandi landssambanda íþrótta- manná og skáta. Benedikt G. Waage, núverandi forseti Í.S.Í., hefir gegnt því starfi i 11 ár, en 22 ár hefir hann setið í stjórninni. Auk þeirra eiga Umf. mest að þakka tveimur stjórn- öndum Í.S.Í., er verið hafa þar sérstakir formælendur félag- anna, enda báðir áhrifamenn í ungmennafélagsskapnum. Það eru þeir Guðm. Kr. Guðmundsson, er sat 12 ár i stjórninni, og Magnús Stefánsson, er sat þar 6 ár. Samvinna Í.S.Í. og U.M.F.Í. hefir jafnan verið hin bezta, og eigi þarf að efa, að hún verði það áfram. Í.S.Í. minntist afmælis sins mjög skörulega, með veizlu og íþróttasýningum i höfuðstaðnum. Franska Kennarasambandið hefir læðið Skinfaxa að birta eftirfarandi: Tilkynning frá le Syndicat national des Institueurs de France. Samband barnakennara í Frakklandi leyfir sér virðingar- fyllst að gera yður kunnugt, að það hefir, í tilefni hinnar alþjóðlegu sýningar 1937 tekizt á hendur, i samráði við rikis- stjórn hins franska lýðveldis, að undirbúa alþjóðlegt upp- eldismálaþing um barnafræðslu og alþýðufræðslu. Sanxbandið álítur, eins og stjórn Frakklands, að á meðal hinna luindrað þúsunda gesta frá öllum löndum heims muni þeir vissulega verða margir, sem bera þá sameiginlegu hugs- un í brjósti, að undir uppeldinu sé framtið menningarinn- ar komin. Meðan á sýningunni stendur, verður einum mánuði varið til ýmiskonar þinga varðandi menningarlega samvinnu. í þessum mánuði, eða nákvæmar tiltekið frá 23. til 31. júli, verður uppeldismálaþingið háð. Heiðursstjórnina skipa æðstu rnenn Frakklands og erlendis,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.