Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 6
1. mynd. Bjami F. Einarsson fornleifafrœðingur lýsir húsaskipan gömlu þurrabúðarinnar
Jónsbúðar fyrir áhugasömu útivistaifólki. I fjarska sést Álftanes og Hafnarfjörður og
Esjuna ber við sjóndeildarhring. Ljósm. Ragnar Frank Kristjánsson.
hverjir hefðu áhuga á málinu. Auglýstur var
kynningarfundur um náttúru og sögu
Straumsvíkur og Hrauna í Góðtemplara-
húsinu í Hafnarfirði 5. febrúar 1997. Þrátt
fyrir foráttuveður var húsfyllir og mættu
rúmlega 100 manns til að hlýða á erindi um
jarðfræði, söguminjar og vistfræði svæðis-
ins og hugleiðingar um kosti þess til
útivistar. Ahuginn reyndist meiri en gert var
ráð fyrir og lýstu margir fundargestir yfir
vilja sínum til að vinna að verndun og efl-
ingu svæðisins. Þann 18. mars var haldinn
annar fundur, þar sem fjallað var um búsetu
fólks í Hraunum á fyrri tíð og verslunarsögu
svæðisins, en hana má rekja til 15. aldar
þegar enskir og þýskir sæfarendur og kaup-
menn tóku að berjast um verslunarréttinn í
Straumsvík og Hafnarfirði.
Þá tók áhugahópurinn þátt í skipulagn-
ingu gönguferðar um Hraunin 11. maí, í
náinni samvinnu við umhverfisnefnd
Hafnarfjarðar og Ferðafélag íslands. Einnig
hefur verið fundað með hafnfirskum bæjar-
fulltrúum og embættismönnum og þeim
boðið í vettvangsferð um svæðið og staðið
fyrir almennum skoðunarferðum.
■ markmið
Markmið áhugafólks um Straumsvíkur-
svæðið er að kynna almenningi og yfir-
völdum kosti þess til útivistar og auka skiln-
ing á því hvernig njóta megi og nýta lendur í
næsta nágrenni þéttbýlis í þessu skyni. Oft
eru falleg svæði einfaldlega of nálægt
byggð til að fólk veiti þeim sérstaka athygli,
þar til þeim hefur verið raskað með fram-
kvæmdum. Þá verður ekki aftur snúið.
Straumsvíkursvæðið býður upp á óþrjót-
andi möguleika til útivistar og fræðslu. Þar er
kjörland kennara, nemenda, fjölskyldufólks,
útivistar- og göngufólks, að ekki sé minnst á
gildi þess fyrir fræðimenn, þ.m.t. sagn-
fræðinga, þjóðháttafræðinga, líffræðinga,
landfræðinga og fornleifafræðinga. Allir þeir
sem unna náttúru og sögu íslands geta
notið þessa landsvæðis.
164