Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 25
borðsins. Annar sprungusveimur liggur
norður með Sveifluhálsi, en vel má vera að
þeir séu báðir hluti af sama sprungukerfi eða
sprungurein. Þessir sprungusveimar valda
misleitni (anisotropi) í lekt á svæðinu,
þannig að hún er miklu meiri í stefnu
sprungusveimanna en þvert á þá. Niður í
eystri skarann rennur grunnvatn frá Blá-
fjöllum og vestur til Grindaskarða. Spmng-
umar beina því suðvestur, en norðvestan við
spmngusveiminn tekur við grágrýti og
annað enn eldra berg, sem veitir vatni treg-
lega í gegnum sig samanborið við hraunin
og sprungurnar. Þarna verður því mikill
grunnvatnsstraumur vestur í „Straums-
víkurdalinn“. Sveifluháls er úr móbergi, víða
holufylltu af jarðhitaummyndun, og mun
tregara á vatnsrennsli en hraunin. Norðan
hans er hæðarbunga og er þar líklega einnig
eldra og þéttara berg undir hraununum.
Skammt er þar að líkindum suður til vatna-
skila og verður grunnvatnsstraumur þessi
því sýnu minni en sá sem kemur austan að.
Báðir flæða þeir út úr sprungusveimunum
og ofan eftir hraununum í l'yllta dalnum
suður frá Straumsvík.
Suðaustur af Straumsvík verður lægð í
landið upp undir Undirhlíðar, milli lítt lekra
grágrýtisholtanna suður af Hafnarfirði og
hraunum þakinnar bungunnar í Almenning-
um. Lögun hennar undir hraununum kemur
glöggt fram þegar halli yfirborðs er skoðað-
ur (Freysteinn Sigurðsson 1976). Sú aðferð
hefur verið notuð víðar á Reykjanes-
skaganum til að greina hulið landslag (Frey-
steinn Sigurðsson 1985) (3. mynd).
Lægð þessi er þakin hraunum sem fara
jafnt og þétt hækkandi upp undir Undir-
'76 0323 FS/AA
Jarókormunardeild
STRAUMSVÍKURSVÆÐL
Hœð(mys) yfirborðs .qrogrýtisloQs’1 (viðnómsloqs), jafnhœðorlinur.
J-R»yk|on«»
Fnr. 13972
Slraumsvik
Húsfell
Kaldór -
botnar
Slórhbföi
Hrounlungo
inmgur
Sondfell
SKYRINGAR sjó mynd 12
-frolíadyngjol1
4. mynd. Botndýpi hraunfylltrar lœgðar upp af Straumsvík, samkvœmt jarðviðnáms-
mœlingum árið 1975. Suðaustur frá Straumsvík er lœgð í landslagið, sem fyllst Itefur
hraunum eftir ísaldarlok. Sjór hefur líklega náð upp undir Stórhöfða og Hrauntungu. Þar
rennur nú grunnvatnið til sjávar í lekum hraununum. - The elevation of the bottom ofthe
lava-fdled depression south of Straumsvík has been mapped in a geoelectrical survey. The
depression wasfdled with lavas in postglacial times. The seashore probably reached asfar
inland as to Stórhöfði and Hrauntunga. (Freysteinn Sigurðsson 1976.)
183