Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 26
5. mynd. Grunnvatnsstraumar og vatnshiti við Vatnsleysuvík. Vestan Straumsvíkur virðist
ylvolgt grunnvatn renna til sjávar, líklega ofan frá jarðhitasvœðinu við Trölladyngju. -
Groundwater currents and water temperature at Vatnsleysuvík. West of Straumsvík,
warmer water appears at the shore, probably originating in the Trölladyngja geothermal
area. (Orkustofnun & Vatnaskil, Freysteinn Sigurðsson 1986.)
' Straumaskil/Vatnaskil
hlíðar, en þó í óljósum þrepum. Hér skína í
gegn drættir jarðgerðar og landslags undir
hraunþekjunni. A sínunt tíma var reynt að
greina hæð grunnvatnsborðs á svæðinu
með jarðviðnámsmælingum (Freysteinn
Sigurðsson 1976) og virðist það hafa tekist
þokkalega, miðað við síðari boranir og
líkanreikninga á svæðinu. Við þær
mælingar komu líka fram ábendingar um
dal, forðum fjörð, upp frá Straumsvík, sem
síðar hefur fyllst hraunum. Botn þessa
dals nær niður á 30-40 m dýpi undir
sjávarmáli, samkvæmt mælingunum, en
hraunin á stæði álversins ná 20-25 m niður
fyrir sjávarmál (Haukur Tómasson og Jens
Tómasson 1966). Dalur þessi var fundinn
með óbeinum aðferðum og mælingum með
tækjum, sem þættu ærið ófullkomin núna.
Því var traustið á þessari túlkun ekki meira
en svo að vesturhlið dalsins var ekki sýnd
sem miður lek jarðlög á vatnafarskorti af
svæðinu (Árni Hjartarson o.fl. 1992). Við
boranir síðar á svæðinu kom þessi hlíð
samt í ljós, og verður því að telja líklegt að
túlkunin á tilvist dals þessa sé ekki fjarri
sanni (4. ntynd).
■ ÁSTAND GRUNNVATNSINS
Grunnvatnið rennur ákaflega greitt frarn í
þessum hraunfyllta dal. Fyrir vikið er halli
grunnvatnsborðs þar lítill, en hæð þess er
um 2 m y.s. sunnan vegar hjá álverinu og er
komin upp undir 10 m y.s. hjá Hrauntungu.
Þaðan af hækkar það hraðar, enda eru
hraunin þar að meira eða minna leyti ofan
grunnvatnsborðs. I Undirhlíðum og við
Kaldársel er grunnvatnsborðið kontið upp í
70-80 m y.s. Úti undir ströndinni flýtur
grunnvatnið ofan á jarðsjó í berginu. Salts
vatns er farið að gæta á 100 m dýpi hjá álver-
inu, en svo snardýpkar á það inn til
landsins. I sprungusveiminum hjá Kaldár-
184