Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 27
6. mynd. Crunnvatnsstraumar og vatnsöflun á Reykjanesskaga árið 1986. Grunnvatnið
við Straumsvík er ómetanleg auðlind jyrir þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Skýringar: 1.
Þéttbýlissvœði með íbúafjölda 1985. 2. Árkvartert berg. 3. Grágrýti frá hlýskeiðum. 4.
Móbergsfjöll. 5. Hraun frá nútíma. 6. Sprungureinar. 7. Stefna grunnvatnsstrauma. 8.
Útrennsli um strönd, ágiskað vatnsmegin í m3/s. 9. Lindasvœði. 10. Vatnsból vatnsveitna.
11. Aðalveitur vatnsveitna. - Groundwater currents and water works on the Reykjanes
peninsula in 1986. The groundwater at Straumsvík is a natural resource of primary impor-
tance. 1. Urban settlement area, numbers sliow population. 2. Early Quaternary volcanics
and intrusives. 3. Interglacial basalt. 4. Glacial volcanic mountains (hayaloclastites and
pillow lavas). 5. Postglacial basaltic lava. 6. Tectonic fissure swarm. 7. Direction of
ground-water flow. 8. Coastal outflow, estimated discharge in cubic metres per second. 9.
Natural spring area. 10. Site of water extraction. 11. Pipeline. (Freysteinn Sigurðsson &
Guttormur Sigbjamarson 1990.)
seli er talið að öflugt ferskvatnsrennsli sé
a.m.k. niður á 800 m dýpi. Ferskvatnið á
svæðinu er efnaríkara (einkum auðugra að
steinefnum) undan móbergsfjöllunum en af
grágrýtinu og hraununum, þ.e. skammt að
runnið vatn. Þetta er í samræmi við almenna
dreifingu efna í grunnvatni á landinu
(Freysteinn Sigurðsson 1993). Efnaríkast er
vatn í Kleifarvatni og umhverfi þess. Vatnið
í Straumsvík er blanda af öllu svæðinu og
sést það vel í efnainnihaldi þess. Þar virðist
Kleifarvatns gæta lítið. Reynt hefur verið að
meta útrennsli úr Kleifarvatni eftir jarðgerð,
vatnafari og líkanreikningum en vatnið er
afrennslislaust á yfirborði. Aætlað hefur
verið að um Vi m3/s renni norður úr en um 1
m3/s suðaustur úr (Freysteinn Sigurðsson
1976). Hlutfallið gæti þó verið enn lægra fyrir
rennslið norður úr, en einnig gæti útrennslið
í heild verið talsvert meira, samkvæmt síðari
skoðunum.
Grunnvatn það sem rennur vestan að til
185