Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 31
JÓHANNES STURLAUGSSON,
INGI RÚNAR JÓNSSON,
STEFÁN EIRÍKUR STEFÁNSSON
OG SIGURÐUR GUÐJÓNSSON
Dvergbleikja
á mótum ferskvatns og sjávar
Bleikja ('Salvelinus alpinus L.) er ein
þriggja tegunda villtra laxfiska sem
finnast hér á landi, hinar tvœr eru lax
('Salmo salar L.) og urriði ('Salmo trutta
L.). Bleikjan er margbreytileg í útliti
og háttum og má rekja þann mismun
til samspils umhverfis og erfða.
Bleikju er einkum að finna á norð-
lœgum breiddargráðum (Johnson
1980), bœði bleikju sem elur allan
sinn aldur í ferskvatni og bleikju sem
Jóhannes Sturlaugsson (f. 1964) lauk B.S.-prófi í lít-
fræði frá Háskóla íslands 1988. Jóhannes hefur starf-
að við rannsóknir hjá Veiðimálastofnun frá 1986.
•ngi Rúnar Jónsson (f. 1965) lauk B.S.-prófi í líffræði
•fá Háskóla íslands 1988 og cand.scient.-prófi í
fiskifræði frá Háskólanum í Bergen 1994. Ingi hefur
starfað við rannsóknir hjá Veiðimálastofnun frá
• 988.
Stefán Eiríkur Slefánsson (f. 1963) lauk B.S.-prófi í
lflfræði frá Háskóla Islands 1986. Stefán starfaði við
gengur til sjávar í œtisleit, svonefiida
sjóbleikju. Eftir 1-9 ára dvöl í fersk-
vatni gengur sjóbleikja í sjó að vori
eða sumri, dvelur þar um sumarið en
gengur síðan aftur í ferskvatn til
vetursetu. Sjóbleikja gengur 2 til 4
sumur í sjó uns kynþroska er náð
(Friðjón Már Viðarsson 1987, Sig-
urður Guðjónsson 1989, Jóhannes
Sturlaugsson o.fl. 1992, Ingi Rúnar
Jónsson 1994).
rannsóknir hjá Veiðimálastofnun 1989-1996 en
hefur frá þeim tíma unnið við rannsóknir hjá Stofn-
fiski hf.
Sigurður Guðjónsson (f. 1957) lauk B.S.-prófi í líf-
fræði frá Háskóla íslands 1980, meistaraprófi frá
Dalhousie-háskólanum í Kanada 1983 og doktors-
prófi í fiskifræði frá Háskólanum í Oregon 1990.
Sigurður starfaði við rannsóknir hjá Hafrannsókna-
stofnuninni 1980-1981 og hefur starfað hjá Veiði-
málastofnun frá 1983, þar af sem framkvæmdastjóri
frá 1997.
Náttúrufræðingurinn 67 (3^1), bls. 189-199, 1998.
189