Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 34
2. mynd. Dœmigerð botngerð
á veiðisvœðunum. Ut frá
landi (í forgrunni) er mjótt
belti af hraungrýti, en á ytri
svceðum er hraunið að miklu
leyti hulið seti. Búsvæði
dvergbleikjunnar er í gluf-
unum sem liggja niður úr
grýtta hluta botnsins. Til
viðmiðunar má geta þess að
steinninn fyrir miðri mynd er
um 30 sm á kant. - Typical
bottom type in the catchment
area. Closest to land is a nar-
row zone of lava rocks,
whereas in outer areas the
lava bottom is mostly covered
with sediments. The habitat
of dwarf charr is in the rocky
zones. For scaling informa-
tion the stone in the middle of
the picture is approx. 30 cm
in diameter. Ljósm./photo:
Jóhannes Sturlaugsson.
flugur. Mat á mikilvægi fæðugerða byggðist
á því að ákvarða hlutfallslegt rúmmál þeirra
innbyrðis fyrir hvern físk, sem meðalrúmmál
fæðugerðanna var síðan reiknað út frá.
NIÐURSTÖÐUR OG
UMFjÖLLUN
BÚSVÆÐI OG ÚTLIT
Dvergbleikju var að finna á báðum fjöru-
svæðunum sem athuguð voru í Straumsvík,
svo og í tjörn við Gerði og í Brunntjörn (1.
mynd). Búsvæði dvergbleikjunnar á þessu
svæði er hraunbotninn, en þar dvelja þær
niðri í sprungum hraunsins og þeim glufum
sem hraungrýtið býður upp á. Mest var af
bleikjunni á þröngu belti næst landi, þar sem
lítið sem ekkert set er á hraungrýtinu (2.
mynd), og var þéttleiki þeirra þar nokkur,
upp í 64 bleikjur á 18 m2 veiðisvæði.
Lindavatnið býr bleikjunum stöðugt hita-
stig, sem er í kringum 4°C árið um kring (1.
tafla). Sýrustig vatnsins var hátt og leiðnin
var á bilinu 89-244 pS/sm (1. tafla). Auk þess
að dvelja í lindavatninu fóru dvergbleikjumar
um svæði þar sem sjávar gætti, eins og dýr af
sjávaruppruna í fæðu þeirra staðfestu.
Aldurssamsetning aflans sýnir að allir ár-
gangar dvergbleikju deila sama búsvæði.
Þannig fundust á 1-2 m2 blettum allt frá vor-
gömlum bleikjum upp í 6 ára gamlar bleikjur,
meðal annars kynþroska íiskar komnir fast að
hrygningu. Þetta bendir eindregið til þess að
hrygningarstöðvar og uppeldisstöðvar dverg-
bleikjunnar sé að finna á sömu svæðum.
192