Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 39
Fæða bleikju af öllum stærðum voru hryggleysingjar, bæði úr ferskvatni og sjó (6. mynd). Fæðugerðir úr ferskvatni voru skordýr og voru þau meira en helmingur fæðurúmmálsins á öllum svæðum, að vest- ara fjörusvæðinu undanskildu. Mikilvæg- astar þeirra fæðugerða voru vorHugulirfur (Limnephilus affinis) og rykmý á lirfu- og púpustigi, en þær flugur eru vafalítið einnig uppistaðan í fæðuhópnum „ógreindar flugur". Fæða úr sjó var einnig mikilvæg. Marfló kom fyrir á öllum svæðum utan Brunntjarnar og var mikilvægasta fæðan á vestara fjörusvæðinu. Auk þess át bleikjan ögn (Mysidacea) á vestara fjöru- svæðinu og laxalús (Lepeoptheirus salmonis Krpyer) og burstaorma á austara fjörusvæðinu (6. mynd). Austara fjöru- svæðið er í botnlanga sem lax gengur töluvert í á leið sinni með landi, einkum síðgenginn fiskur. Vegna ferskvatns-áhrif- anna þar falla laxalýs af laxinum og eru síðan étnar af bleikju. Fæðuhópurinn „annað“ samanstóð af eftirfarandi fæðu (raðað skv. meðalrúmmáli): ógreinanleg fæða, fiðrilda- lirfur, agnir, köngulær og bjöllur. Vægi fæðugerða breytist samhliða breytlri fiskstærð. Smæstu fæðudýrin, mý- lirfurnar, voru uppistaðan í fæðu bleikju á fyrsta aldursári (vorgamallar bleikju). Eldri og stærri bleikjur voru síðan í fjölbreyttara æti og m.a. voru hryggleysingjar úr sjó mikilvæg fæða hjá þeim sem voru á svæðum þar sem sjávar gætti. Fllutur vorflugna jókst með aukinni fiskstærð hjá bleikjum eins árs og eldri, sem tengist líklega því að stærstu fæðudýrin sem voru í boði tilheyrðu þeirri fæðugerð (6. mynd). Rannsóknir sýna að vorflugutegundin sem um ræðir getur á lirfustigi lifað bæði í ferskvatni og ísöltu vatni (Agnar Ingólfsson 1998, í þessu riti). Mest af fæðunni er étið af botni, sem kemur ekki á óvart þar sem kjaftlögun dverg- bleikjanna er aðlöguð áti af botni. Fæðu- magn bleikjunnar sýnir að næringarástand fiskanna er með ágætum. Allra minnsta bleikjan var þó síst í æti, hugsanlega vegna þess að minna framboð hafi verið á þessum tíma af smáurn fæðudýrum, sem stærðar- innar vegna henta þeim fiskum best. Sjávarfang fannst í fæðu bleikjunnar bæði á fjör.usvæðum sjávar og í tjörn við Gerði. Á fjörusvæðum sjávar (A- og V-fjara) gætu þessi sjávardýr hafa dvalið í og/eða á fjöru- beðnum þrátt fyrir uppstreymi linda- vatnsins. Hluti fæðudýra af sjávaruppruna sem étin voru þar gæti því hafa lent í bleikju- kjafti við botninn, en magn þeirra og fæðu- samsetningin bendir til þess að bleikjurnar, ekki síst þær stærri, sæti lagi og fari í stuttar ferðir í sjó til fæðuöflunar. Það að sjávardýr voru einnig hluti fæðunnar hjá dverg- bleikjunum í tjörninni við Gerði kemur heim og saman við að marflær komu upp úr hraunbotninum við rafveiðarnar. LOKAORÐ Rannsóknirnar sýndu fram á tilvist dverg- bleikju í lindavatni á Reykjanesi. Það að dvergbleikja skyldi finnast þar er eitt og sér markvert í ljósi þess hve fátítt þetta bleikju- afbrigði er í vatnakerfum landsins. Einnig kemur þar til að lífshættir bleikjunnar á þessu svæði eru einstakir, því ekki er vitað til þess annars staðar að dvergbleikjur nýti sér í senn umhverfi ferskvatns og sjávar. Auk þess eru dvergbleikjurnar í Straumsvík sérlega áhugaverðar með hliðsjón af þróun bleikjuafbrigða, vegna þess að önnur bleikju- albrigði finnast þar ekki, eins og þekkt er á öðrum svæðum sent dvergbleikjur finnast á hérlendis. Dvergbleikju er eflaust að fínna víð- ar á jarðfræðilega ungum svæðum þar sem lindir og hraun eru, en mörg þeirra eru enn ó- könnuð að þessu leyti. Dvergbleikjan í Straumsvík er skýrt dæmi um það hversu vel þessu bleikjuafbrigði gengur að nýta sér linda- svæði þar sem hraun er ráðandi í botngerðinni. Meginatriði líffræði dvergbleikjunnar í Straumsvík eru nú kunn, en eftir standa margar einkar áhugaverðar spurningar varð- andi lífshætti hennar. í því sambandi má nefna þætti er varða gönguhegðun, s.s. ferðir dvergbleikjunnar í ferskvatni og á skil- um ferskvatns og sjávar, þar sem litið væri til atriða eins og lífsskeiða, tíma (dægur- og árstíðasveiflna), flóðs og fjöru og sjóþols bleikjunnar. 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.