Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 49
Lífríki í fjörunni VIð Straumsvík AGNAR INGÓLFSSON Þelta yfirlit um lífríki fjörunnar við Straumsvík er að mestu byggt á úttekt sem gerð var að tilhlutan Islenska ál- félagsins vorið 1989 (Agnar Ingólfs- son 1990) og hafði að markmiði að kanna hvort greina mætti einhverjar breytingar á lífríki vegna mengunar frá tveimur kerbrotagryfjum, en önnur þeirra var innan víkurinnar og hin rétt austan hennar. Auk þess er stuðst við athuganir sem gerðar voru í fjörum í nágrenni Straumsvíkur í júlí 1975 á vegum Líffræðistofmnar Háskólans. Fjaran í Straumsvík sjálfri, svo og umhverfis hana, er mynduð úr hrauni. Sjór hefur víða moiað hraunið og sorfið í misstóra hnull- unga, en víða eru fastar klappir. Fjörubeður- inn er víðast óreglulega lagaður og er mikið af smánesjum og víkum, fjörupollum og dröngum. Þar sem uppfyllingar hafa verið gerðar austan víkurinnar hel'ur fjaran fengið náttúrulega mynd á tiltölulega fáum árum. Ströndin umhverfis Straumsvík er opin fyrir úthafsöldum úr norðri og vestri en í Agnar Ingólfsson (f. 1937) lauk B.S.-prófi í dýra- fræði frá Aberdeen-háskóla 1961 og doktorsprófi í fuglavistfræði frá University of Michigan 1967. Hann starfaði síðan sem lektor við University of Massachusetts í 3 ár, en varð dósent í dýrafræði við Háskóla Islands 1971 og prófessor í vistfræði 1973. Fyrstu árin eftir heimkomuna vann Agnar aðallega við rannsóknir á máfum, en síðustu rúnta tvo áratugi hefur aðalviðfangsefni hans verið vistfræði strandsvæða. austri skýlir Álftanesið henni talsvert. Áhrif brims á fjörulíf eru því væntanlega mikil. Umhverfisaðstæður geta þó dregið nokkuð úr áhrifum brimsins á vissum svæðum. Þar sem fjaran er mjög skorin og óregluleg, eins og sums staðar er áberandi suðvestan vfkurinnar, eru áhrif brimsins minni og staðbundnari. Inni í Straumsvíkinni sjálfri er mun skýlla en utan hennar. Til viðbótar því skjóli sem myndast vegna lögunar víkur- innar og grynninga utanvert við hana að austan, skýlir núverandi hafnargarður veru- lega, einkum í eystri hluta víkurinnar. Það sem einkennir umhverfi Straumsvíkur sérstaklega er hið mikla rennsli grunnvatns fram í sjó. Þegar ládautt er eða sjór lítill, fiýtur nær ferskt lag ofan á sjónum í víkinni. Það hefur mælst um hálfúr metri á þykkt við lá- deyðu. Þessi lagskipting er vafalítið gleggst og tíðust í skjólinu inni í víkinni, en utan hennar blandast ferska vatnið sjónum eflaust meira, einkum í brimi. Þetta ísalta lag færist upp og niður með sjávarföllum og í kyrrum sjó leikur því nánast ferskt vatn um hvem hluta fjömnnar, sem fer í kaf á aðfalli, í um hálfa lil heila klukkustund áður en fullsaltur sjór nær honum. Það sama gerist á útfalli í kyrru veðri; þá leikur nánast ferskt vatn um hvern stað í fjörunni í hálfan til heilan tíma áður en hann kemur uppúr. Þetta em óvenjulegar aðstæður og má gera ráð l'yrir að sumum lífvemm í ljöm veitist erfitt að ráða við þessi tíðu og snöggu umskipti í seltu. Til viðbótar og samhliða verða svo stundum snöggar breytingar á hitastigi, þar sem verulegur munur getur verið á hitastigi sjávar og grunnvatnsins. Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 207-213, 1998. 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.