Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 52
áberandi ásæta og ekki eins vandlát og þangskeggið, þótt liún sé einna algengust á klóþangi. Fjaran rétt austan Straumsvíkur er alveg opin fyrir öldum utan af Faxaflóa og brimið getur verið mjög hart. Greinilegt er að veru- legar breytingar verða á samsetningu lífríkis frá vestri til austurs þarna, yfirleitt á þann veg að það dregur úr fjölda einstakra teg- unda til austurs, þ.e. eftir því sem fjær dregur kerbrotagryfjunni, sem er vestast á svæðinu (Agnar Ingólfsson 1990). Vegna þessa er erfíðara að draga fram helstu einkenni fjöru- samfélagsins þaren inni í Straumsvíkinni. Lífríkið er talsvert ólíkt því sem er inni í Straumsvík og má rekja þann mun að stórum hluta til mismikillar brimasemi. I flokkun þeirri sem ég hef notað á þangfjörum (Agnar Ingólfsson 1977) teljast fjörurnar austan við Straumsvík vera skúfaþangstjörur, en fjöru- samfélög af þeirri gerð myndast þar sem brim er talsvert. Skúfaþang einkennir slfkar fjörur en fátt eða ekkert er af öðru stórvöxnu þangi. I fjörum rétt austan Straumsvíkur er skúfaþangið mest efst í fjörunni en minnkar eftir því sem neðar dregur, en slíkt er óvenjulegt. Orsök þessa kann að vera mikið brim, enda er heildarþekja skúfaþangsins minni en oft er í skúfaþangsfjörum og er fjarri því að skúfaþangið myndi samfelldan gróður á svipaðan hátt og klóþangið inni í Straumsvfk. Af smærri þöningum erað finna talsvert af hinu brúna steinslýi (Pylaiella littoralis) og hinum græna brimskúfí (Acro- siphonia arcta). Þessar tegundir fundust ekki í neinum mæli inni í Straumsvík og er brimskúfurinn sérstaklega einkennandi fyrir brimasamar fjörur. Aftur á móti fannst steinskúfur, sem er ríkjandi inni í víkinni, ekki í þessum fjörum. Þá er nokkuð af „maríusvuntu“. Lengra til norðausturs, úti undir Hvaleyrarhöfða, er brimsorfin hnull- ungafjara sem minnir um margt á fjöruna rétt austan víkurinnar. A sniði sem kannað var þarna íjúlí 1975 varþónokkuð af sagþangi (Fucus serratus) neðst, en það hefur ekki fundist á öðrum sniðum í Straumsvík eða næsta nágrenni þess. Sagþang er þó víða algengt í fjörum á suðvesturhorni landsins, allt frá Vestmannaeyjum norður til Reykja- víkur. Ekki er vitað með vissu hvað veldur vöntun þess á Straumsvíkursvæðinu en sennilega er það hið mikla ferskvatnsrennsli sem áður var getið. Suðvestan við Straumsvík er ströndin nokkuð opin en hraunnef og smávíkur mynda það mikið skjól að klóþang þrífst víð- ast vel. Tvö fjörusnið voru könnuð þar í júlí 1975 og voru fjörusamfélög með svo líkum hætti og inni í Straumsvík að erfitt er að benda á ótvíræðan mun. Þó var steinskúfur ekki eins áberandi undirgróður og inni í Straumsvík. Ennfremur má nefna að rauð- þörungurinn Scyzimenia duhyi, sem ekki hefur greinst inni í Straumsvík, var nokkuð áberandi neðarlega á öðru sniðinu. Dýralíf Þau dýr sem eru mest áberandi í fjörum Straumsvíkur eru doppurnar tvær, kletta- doppa (Littorina saxatilis) og þangdoppa (L. obtusata), svo og kræklingur (Mytilus edulis). Klettadoppan er sú þessara teg- unda sem víðast finnst (3. mynd), en mestan svip setur þessi sæsnigill á efsta hluta fjörunnar, við efri mörk klóþangsbeltisins og þar fyrir ofan, en þar er hann næstum einráður og lítið sem ekkert þang sem hann getur leynst í (4. mynd). Þangdoppan er aftur á móti nær bundin þangbeltinu og situr oftast á þanginu sjálfu (4. mynd). Flestir kuðungarnir eru samlitir þanginu, en einn og einn sker sig úr - er jafnvel skærgulur og sést þá vel. Báðar þessar doppur eru þörungaætur. Þær nærast trúlega einkum á mjög smávöxnum þörungum, fremur en á þanginu sjálfu. Auk doppanna er svo talsvert af nákuðungi (Nucella lapillus) neðarlega í fjörunum. Nákuðungur er rándýr sem einkum leggst á krækling og hrúðurkarl. Nokkrar aðrar tegundir sæsnigla hafa fundist í Straumsvíkurfjörum en eru ekki áberandi. Kræklingur er mjög algengur í fjörum Straumsvíkur, einkum um neðri helming þeirra. Sums staðar rná sjá bláar kræklings- breiður þar sem eyður eru í þanghulunni. Þessar eyður stafa sennilega af miklu fersk- vatnsrennsli, sem þangið þolir illa en kræklingurinn vel. Kræklingurinn virðist þó 210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.