Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 68
vörn leiða þurrhreinsistöðvarnar til efnis- sparnaðar, vegna þess að efni sem nýtast við framleiðsluna tapast ekki út í andrúms- loftið. Handþekjurnar reyndust óþéttar, og mikið verk og vandasamt var að raða þeim á kerin ef vel átti að vera, þó að þær hafi verið mikið framfaraspor á sínum tíma. Arið 1989 hófst uppsetning á felliþekjum sem leystu hand- þekjurnar af hólmi. Þetta var mjög um- fangsmikil og kostnaðarsöm breyting, sem lauk sumarið 1992, enda stórt skref fram á við í umhverfismálum IS AL. Eins og áður kom fram hófst álframleiðsla hjá ISAL með svokallaðri „hliðarþjónustu", sem fólst í því að á nokkurra klukkustunda fresti var óskilgreint magn af súráli sett niður í raflausnina með því að brjóta skurn- ina ofan á henni. Uppleysanleiki súráls í raflausn er takmarkaður og eina stýristærðin til þess að halda súrálsmagninu í raflausn- inni innan marka var hið svonefnda „ris“, en það er snögg spennuaukning sem verður undir forskautunum þegar súrálsinnihaldið í raflausninni fer niður fyrir ákveðið lágmark. Með þessari tækni var erfitt að hafa stjórn á fjölda risanna, en þau valda bæði orkutapi og aukinni mengun vegna þess að við risin myndast perflúorkolefnisgös (CF4 og C2F6), sem eru lofttegundir sem geta valdið sterkum gróðurhúsaáhrifum, en hins vegar ekki ósoneyðandi. A undanförnum árum hafa menn notfært sér þá staðreynd að sé litið á viðnám í keri sem fall af súrálsinnihaldi kemur í ljós að þar er um að ræða ákveðið lágmark; viðnám eykst mjög ört með lækk- andi súrálsinnihaldi. Nútímatölvutækni, með fullkomnu algrími (algoriþma), gerir mönnum kleift að nema viðnámsaukninguna og setja af stað aukna súrálsmötun með súrálsskömmturunum áður en til þess kemur að ris verði. Með þessari tækni hafa menn í Straumsvík náð góðri stjórn á súrálsinni- haldinu og fækkað risum úr tveim í 0,05 pr. kerdag, samfara bættri straum- og orku- nýtni. Einnig hefur verið horfið frá mið- lægum tölvum og teknar upp örtölvur við einstök ker. Þær geta unnið sjálfstætt og það leiðir til meira öryggis og nákvæmni í stýringunni. ■ HRÁÁLSFRAMLEIÐSLA í FRAMTÍÐINNI Þótt Hall-Héroult aðferðin við rafgreiningu súráls sé nú orðin meira en 100 ára gömul virðist engin ný aðferð vera í uppsiglingu sem getur leyst hana af hólmi. Helstu atriði sem eru í rannsókn hjá álframleiðendum til endurbóta á núverandi aðferð eru sem hér segir: - Frekari endurbætur á stýritækni og hermilíkönum til að ná aukinni straumnýtni ogfækkarisum. - Skynjarar til samfelldrar mælingar á hitastigi og efnasamsetningu raflausnar, en fá efni standast bráðið krýólít við 960° til lengdar. - Leiðir til frekari stækkunar kera samfara auknum straumstyrk. - Óvirk efni í forskautum, bakskautum og hliðarfóðringu. Með óvirku efni í forskaut- unum sést samkvæmt efnajöfnu [ 1 ] að í stað koltvíildis mundu álverin gefa frá sér súrefni! ■ heimildirog i'tarefni Grjotheim, K. & Welch, B.J. 1988. Aluminium Smelter Technology. Aluminium Verlag. Diisseldorf. 328 s. Jón H. Stefánsson 1994. Rafgreiningarkverið. Islenska álfélagið hf., 3. útg. 35 s. ■ SUMMARY Production ofáluminium The still dominating Hall-Héroult method of producing aluminium was invented in 1886. It is based on dissolving aluminium oxide in molten cryolite before extracting the aluminium by elec- trolysis. The aluminium oxide (alumina) is transported by sea from Australia after it has been extracted from bauxite clay. The alumina is transported to the pots, which are boxes of steel, containing insulation material and acarbon lining. The pots contain a melt of cryolite, which is a mixture of sodium- and aluminium fluoride, at 960°C. The alumina dissolves in the melt and splits into mol- ten aluminium, which settles at the bottom or 226
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.