Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 75
ÞÓR TÓMASSON OG
HÖRÐUR ÞORMAR
Loftborin MENGUN FRÁ
ÁLVERINU í StRAUMSVÍK
Við framleiðslu áls myndast meng-
andi lofttegundir, einkum flúoríð (F),
sem berast út í umhverfið og geta
valdið spjöllum á því. Hér á eftir
verða raktar helstu orsakir og afleið-
ingar loftmengunar frá álverum og
greint frá aðferðum til að draga úr
eða koma í veg jyrir hana, en á síðari
árum hafa orðið miklar framfarir í
gerð hreinsibúnaðar fyrir álver og
felast þær í svokallaðri þurrhreinsun.
jallað verður um loftmengun frá
álverinu í Straumsvík og vöktun
gróðurs í nágrenni þess og loks
_________ gerð grein fyrir helstu niður-
stöðum mælinga á flúoríði og brennisteins-
díoxíði (SOJ í andrúmslofti á Hvaleyrarholti
við Hafnarfjörð.
Þór Tómasson (f. 1958) lauk M.S.-prófi í efna-
verkfræði frá University of Illinois í Champaign-
Urbana árið 1983. Frá 1993 hefur hann starfað hjá
mengunarvörnum Hollustuverndar ríkisins og haft
umsjón með verkefnum á sviði loftmengunar,
stóriðju og hávaða.
Hörður Þormar (f. 1933) lauk Dipl.chem.-prófi
frá háskólanum í Miinchen, Þýskalandi, 1962.
Hann hefur starfað á Iðntæknistofnun, áður Rann-
sóknarstofnun iðnaðarins, frá stofnun og hefur þar
m.a. séð um efnagreiningu á flúoríði frá Straums-
vík og efnagreiningar á brennisteinsdíoxíði í lofti.
■ LOFTMENGUN
FRÁ ÁLVERUM
A1 er framleitt með rafgreiningu súráls
(A1203) í bráðnu krýolíti (Na3AlF6). Við raf-
greininguna, sem fer fram við mjög hátt
hitastig (um 950°C), eru notuð kolefnis-
rafskaut. Súrál klofnar í hreint ál (Al) og
súrefni (02). Súrefnið brennir kolefnisraf-
skaulið og myndar koldíoxíð (COJ. Þetta má
tákna með eftirfarandi efnajöfnu:
2A1203 (í lausn) + 3C(fast) + orka =>
=> 4A1 (fljótandi)+3C02 (gas)
Heitt gasið streymir upp úr kerunum og
rífur með sér flúorríkt súrálsryk. Raki úr
hráefni og andrúmslofti hvarfast við flúoríð
og myndar gaskennt vetnisflúoríð (HF).
Flúoríð, gaskennt og í ryki, hefur löngum
verið talið hætlulegasti mengunarvaldurinn
frá álverum og hefur yfirleitt mest áhersla
verið lögð á að fylgjast með því.
Kolefnisrafskautin brenna og mynda
koldíoxíð. Skautanotkunin er háð rekstri
keranna og brenna skautin t.d. hraðar ef
spenna á kerunum er óregluleg. Skautin
innihalda einnig brennistein, sem er auka-
efni, og við brunann myndast því brenni-
steinsdíoxíð (S02). Gæði kolefnisrafskaut-
anna minnka í hlutfalli við aukið brenni-
steinsinnihald þeirra.
Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 233-240, 1998.
233