Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 76

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 76
Þegar breyting verður á spennu kera, svokallað spennuris, geta myndast kolflúor- sambönd (CF4og C2F6). Þau voru áður talin hættulaus en komið hefur í ljós að þau hafa sterk gróðurhúsaáhrif. Hluti af því áli sem myndast við rafgrein- inguna getur afoxað koldíoxíð sem það kemst í snertingu við og hvarfast aftur í súrál samkvæmt efnahvarfinu: 2A1 (fljótandi) + 3C02 (gas) => =>A1203 (í lausn) + 3CO (gas) Það kolmónoxíð (CO) sem myndast við þetta efnahvarf er mælikvarði á straum- nýtingu við álframleiðsluna; því minna kol- mónoxíð því betri straumnýting. Kolmón- oxíð getur einnig myndast við ófullkominn bruna kolefnis. Kolmónoxíð sem myndast í kerum getur oxast í koldíoxíð á leið sinni í gegnum reykhreinsivirki. Súrefni (02) sem myndast við rafgreining- una getur í einhverjum mæli hvarfast með köfnunarefni (N2) og geta þá myndast ýmis sambönd af köfnunarefnisoxíði (NOx). Loks má geta þess að tjöruefni (PAH) geta rokið úr rafskautunum. Þetta á einkum við þar sem notuð eru fljótandi tjörurafskaut (Söderbergs-tækni) en síður þar sem notuð eru forbökuð skaut eins og eru í álverinu í Straumsvík. ■ hreinsun útblásturs FRÁ ÁLVERUM Mikil þróun hefur orðið undanfarin ár í gerð hreinsibúnaðar fyrir útblástur frá álverum. Áhersla hefur verið lögð á að takmarka mengun af völdum tjöruefna, flúoríðs og ryks. I þessu sambandi hefur m.a. verið skil- greind besta fáanlega tækni til rafgreiningar á áli út frá sjónarhóli umhverfisins. Helstu þættir þessarar tækni eru notkun forbakaðra rafskauta (til að halda PAH-mengun í lág- marki), lokuð þétt ker sem safna reyk og lág- marksopnunartími kera við þjónustu, punkt- mötun á súráli, nákvæm stýring á kersam- setningu og spennu og loks þurrhreinsun til að hreinsa ryk og flúoríð úr útblæstri. Við þurrhreinsun er ryki og gasi frá ker- unum safnað saman í sérstakt reyksöfn- unarkerfi með því að loka kerunum með þéttum þekjum. Útblásturinn er þá hreins- aður með því að blanda hann með þurru súráli sem haldið er í hringrás í kerfinu. Súrálið bindur gaskennt flúoríð. Þetta súrál er, ásamt rykinu frá kerunum, síað frá útblástursloftinu með pokasíum. Súrálið frá þurrhreinsivirki er mettað flúoríði, svo það má nota við álframleiðsluna í stað krýolíts. Einungis þarf að bæta álflúoríði í kerin í stað þess flúoríðs sem tapast. A undanförnum árum hefur virkni þurr- hreinsibúnaðar aukist með fullkomnari tækni og nákvæmari stjórn á rafgreiningu og reykhreinsun. Tekist hefur að stytta þann tíma sem kerin þurfa að vera opin og einnig að gera þekjur þéttari, og þannig hefur dregið úr þeim reyk sem sleppur framhjá hreinsibúnaðinum. Betri stýring á kerunum hefur einnig átt sinn þátt í að draga úr loft- og rykmengun frá þeim. Þannig hefur m.a. tekist að fækka spennurisum og gera þau skammvinnari. Með því hefur einnig dregið úr myndun kolflúorsambanda. Einnig hefur lekist að bæta hreinsibúnaðinn sjálfan. Besti búnaður á nú að geta náð til sín 98-99% af reyknum frá kerunum, hreinsað 99,9% af gaskenndum llúoríðum og tryggt að ryk í útblæstri verði 1 -5 mg/m3, en það var áður 20 til 50 sinnum meira. Þurrhreinsibúnaður hreinsar ekki brenni- steinsdíoxíð úr loftinu. Til þess má nota svonefndan vothreinsibúnað, þar sem út- blásturinn er skolaður með vatni. Gott er að nota sjó, vegna basískra eiginleika hans, en hann bindur brennisteininn sem súlfít sem oxast í súlfat. Afrennsli frá vothreinsi- búnaði inniheldur aukinn styrk af súlfati, rykagnir og annað sem kann að vera í reyknum. Einnig er það súrefnissnautt og súrt. Á árum áður var víða eingöngu notaður vothreinsibúnaður og þá ekki sérstaklega til hreinsunar á brennisteinsoxíði. Hann reynd- ist ekki fullnægjandi til hreinsunar á flúoríði og ryki og því er þurrhreinsibúnaður nú skilgreindur sem hluti af bestu fáanlegu tækni með tilliti þessara tveggja þátta. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.