Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 78
'c3 c c o H 70 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1. mynd. Áætl- un Hollustu- vemdar ríkis- ins um þróun í iosun kolflúor- s a m b a n d a 1988-1996. Útstreymi brennisteinsdíoxíðs er í réttu hlutfalli við gæði og notkun hráefna á hverjum tíma. Útblástur þess virðist ekki hafa aukist í hlutfalli við framleiðslu, og má þakka það betra hráefni á síðari árum. ■ VÖKTUN FLÚORS FRÁ ÁLVERINU í STRAUMSVÍK í kjölfar samninganna sem gerðir voru milli ríkisstjórnar Islands og stjórnar Alusuisse, vegna byggingar álversins í Straumsvík, var ákveðið að stofna svokallaða flúornefnd 7. júlí 1967 (Flúornefnd, 1971). Hún skyldi annast vöktun flúoríðmengunar frá ál- verinu, en flúoríð hefur, eins og áður var nefnt, verið talið hættulegasti mengunar- valdurinn við álframleiðslu. Flúornefndin var sérfræðinganefnd, skipuð fulltrúum frá Alusuisse annars vegar og fulltrúum til- nefndum af ríkisstjórninni hins vegar. Meðal þeirra voru norskir ráðgjafar sem kunnugir voru áliðnaði þar í landi. Flúornefndin ákvað að gera úttekt á flúoríðmengun á svæði umhverfis Straums- vík áður en álverið tæki til starfa. Svæðið nær um Hafnarfjörð, Álftanes, Heiðmörk og allt til Reykjavíkur, en einnig suður og vestur fyrir Straumsvík. Einnig voru valdir staðir í Borgarfirði til samanburðar. Ákveðið var að greina flúoríð á túnum og í beitar- gróðri, m.a. með tilliti til búfjár, en einnig var rannsakað lauf og barr af trjám. Sýni skyldu tekin sameiginlega af fulltrúum beggja aðila í nefndinni, þeim skipt og þau efnagreind á vegum beggja. Rannsóknarstofnum iðnað- arins, síðar Iðntæknistofnun Islands, tók að sér að taka sýni og greina þau fyrir íslenska aðilann, en rannsóknarstofa Alusuisse fyrir ISAL. Kostnaðar var greiddur af báðum. Fyrstu sýni voru tekin sumarið 1968. Gróður á sýnatökustöðunum hefur verið vaktaður síðan með sýnatökum vor og haust. Seinna var lögð aukin áhersla á barrtré, einkum í Ijósi þess hve viðkvæm þau eru fyrir flúoríðmengun þar eð blöð (barr) þeirra eru fjölær og geta því safnað í sig meira flúoríði en einær blöð. Einnig voru rannsökuð bein úr kindum, jarð- vegur, vatn úr vatnsbólum og stöðuvatni, úrkoma og loft. Fljótlega var hætt að taka sýni úr jarðvegi og lofti og seinna einnig úrkomusýni. Frá upphafi var lögð áhersla á að sýni væru alltaf tekin á sama stað, með sama hætti, og allar rannsóknir gerðar á sem líkastan hátt til að samanburður milli ára yrði sem bestur. Þó hefurefnagreiningaraðferðum verið breytt með nýrri tækni. Flúornefndin var lögð niður með sam- komulagi 1992 og hafði þá starfað í 25 ár, eða frá árinu 1967. Tók þá Hollustuvernd ríkisins við eftirliti með vöktuninni og hefur annast það síðan. Síðustu starfsár flúornefndar- innar annaðist lðntæknistofnun ein efna- 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.