Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 88

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 88
GRÓÐURMÆLINGAR Mér varð strax ljóst að til að glöggva sig betur á eðli breytinganna en hægt var með skoðun einni saman væri áhugavert að gera gróðurmælingar á svæðinu. Slíkar mælingar höfðu ekki verið gerðar áður við íslenskar aðstæður og flestar erlendar rannsóknir höfðu beinst að fléttum og mosum á trjám. Því miður höfðu ekki verið gerðar gróður- mælingar á þessum gróðursamfélögum áður en álverið tók til starfa og því ekki hægt að gera samanburð á þeim grundvelli. Það lá því beinast við að mæla gróður á sniði út frá álverinu og bera gróður í nálægð saman við gróður lengra frá álverinu, þar sem gróður- skemmdir voru ekki sýnilegar. Það var svo loks í ágúst 1989 að það komst í verk að hefja þær gróðurmælingar sem hér segir frá. Þeim var hins vegar aldrei fulllokið, en engu að síður verður hér greint frá þeim niðurstöðum sem fyrir hendi eru. AÐFERÐIR Snið var lagt út í austur frá norðausturhorni álversins. Staðsetning sniðsins var valin með tilliti til þess að landslag væri sambæri- legt á öllu sniðinu og að hraunið næði óskert sem næst álverinu. Sniðið mun vera nálægt því að falla saman við C-geisla í skýrslu flúormarkanefndar(1971). Annarendi sniðs- ins er í um 300 m fjarlægð frá verksmiðju- vegg suðaustan Reykjanesbrautar en hinn í 2 km fjarlægð, í grennd við Krísuvíkurveg. í þeirri fjarlægð voru ekki merkjanlegar skemmdir á gróðrinum, þótt fram komi í skýrslu flúormarkanefndar að flúormagn í gróðri var þar mun meira en í 10 km fjarlægð. Upphaflega hafði verið ráðgert að staðsetja 5 mælistöðvar á þessu sniði í mismunandi fjarlægð frá álverinu. Ekki tókst að ljúka nægilega mörgum mælingum á öllu sniðinu og eru aðeins endapunktar sniðsins, þ.e. í 300 og 2000 m fjarlægð frá álveri, notaðir í þeim samanburði sem gerður er hér. Vegna breytileika í landslaginu og áhrifa þess á gróðurinn þótti vænlegast að skipta gróður- mælingunum í tvennt, mæla annars vegar 246 hraundældir og hins vegar hraunbungur og gera samanburð á hvoru fyrir sig. Á hvorum enda sniðsins voru valdir tveir 100 m2 reitir til mælinga og var annar lagður út yfir dæld í hrauninu en hinn á hraun- bungu. Innan þessara svæða voru dregnir út af handahófi átta 50 x 50 cm reitir. Odda- mælingar voru gerðar á hverjum þessara smáreita, en þær byggjast á því að 100 odd- um er rennt niður með jöfnu millibili gegnum stýringu á 50 x 50 cm ramma sem staðsettur er yfir gróðrinum. Skráðar eru þær plöntur sem oddarnir snerta fyrst á leið til jarðar. 100 snertingar voru því skráðar í hverjum smá- reit, og þannig samtals 800 í hverjum 100 fer- metra reit. Út frá þessum snertingum er reiknuð meðaltalsþekja hverrar tegundar. Niðurstöðurnar eru síðan gefnar upp í % þekju í súluritunum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður mælinga af hraunbungum í 2 km fjarlægð eru sýndar á 8. mynd með grænni súlu. Á þeim er nær hrein grámosaþemba þar sem hraungambrinn hefur um 70% þekju (2. mynd). Aðaltegundin utan hans er kræki- lyng með um 5% þekju en innanum eru hvít- maðra (Galium normani), túnvingull (Festuca richardsonii), bláberjalyng, blóð- berg (Thymus arcticus ssp. praecox), gras- víðir (Salix herbacea), móasef (Juncus trifidus), brjóstagras (Thalictrum alpinum), týtulíngresi (Agrostis vinealis), blávingull (Festuca vivipara), melanóra (Minuartia rubella), fjallagrös (Cetraria islandica) og melakræða (Cetraria aculeata). Afgangurinn, yfir 20%, er „bert“ hraun með hraun- breyskju, sótmosa (Andreaea) og nokkrum tegundum af hrúðurfléttum (3. mynd). í 300 m fjarlægð frá álverinu hefur þessi gróður breyst á þann veg (brúnar súlur) að lifandi hraungambri mælist með innan við 10% þekju, en mestur hluti hans er sviðinn, nánast orðinn að ösku (brunninn mosi, 5. mynd). Krækilyngið hefur aukið þekju sína margfalt og er þekja þess yfir 20%. Vottur er eftir af hvítmöðru, túnvingli og blávingli en aðrar plöntur, þar með taldar fléttur, eru horfnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.