Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 111
3. mynd. Við Grindavík,
nánar tiltekið við suður-
endann á annarri þeirra
sprungureina sem valdið
geta sprungum í yfirborði
jarðar á Straumsvíkur-
svœðinu. A myndinni er
horft til NA, sunnan frá sjó
upp til bæjarins. Sprungan
teygist í lítið eitt hliðruðum
sprungubútum alla leið inn
að bœnum. Sprungukeifið
heldur áfram inn undir
byggðina, kemur síðan í
Ijós aftur norðan hennar og
teygist þaðan norður eftir
heiðunum og allt að
Straumi. - An open fissure
in the ground near
Grindavík, at the southern
end of the Grindavíkfissure
swarm. The fissure extends
to and below the village of
Grindavík, seen in the
background, and the fis-
sure swarm it is a part of
extends all the way to-
wards Straumsvík in north.
Such open fissures are the
result of tensional forces
associated with the rifting
process and can be ex-
pected to occur when
rifting events take place.
Ljósm./photo: Páll Imsland.
sem runnið hafa eftir að ísaldarjökulinn
Ieysti af landinu fyrir um 10.000 árum. Þó
hafa yngstu hraunin sums staðar runnið yfir
sprungurnar og hulið þær. Þannig háttar til
við Straum. Sprungur eru þar ekki áberandi í
landinu, enda þekja ung hraun svæðið.
Sprungureinin liggur samt sem áður undir
þessum ungu hraunum og einnig úti fyrir
ströndinni, og hún er sá hluli svæðisins sem
líklegast er að hreyfist í jarðskjálftum í
framtíðinni. Telja má að áhrif af jarðskjálftum
á svæðinu í framtíðinni geti einkum orðið
þrenns konar:
í fyrsta lagi má vænta þess að barmar
sprungna í berginu gjögti vegna bylgju-
hreyfinga sem fara um berggrunninn frá
skjálftum á og utan svæðisins. Þetta gjögt
getur haft margvísleg minni háttar áhrif á
berggrunninn jafnt sem byggingar og önnur
mannvirki sem liggja yfir sprungur.
í öðru lagi má vænta þess að á sumum
þessara sprungna, á nokkru dýpi, brotni
jörðin á ný og hreyfing verði á sprungu-
flötunum. Þar hliðrast þá barmamir til og gjár
opnast eða lokast, ganga á mis í lóðrétta eða
lárétta stefnu. Sambland einhverra eða allra
269