Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 112

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 112
þessara hreyfingarþátta getur einnig átt sér stað. Slíkar hreyfingar gætu einnig átt sér stað við myndun nýrra sprungna á svæðinu, sjá 3. mynd. Myndun nýrra sprungna og hreyfing gamalla eins og hér var lýst er lfkleg til að rjúfa vegi, lagnir í jörð og línur í lofti. Hún getur einnig raskað byggingum eða brotið þær illilega. I þriðja lagi er ekki ástæðulaust að ætla að misgengishreyfingar á sprungum á sjávar- botni úti fyrir ströndinni geti valdið flóð- öldum af þeirri gerð sem kallast tsunami (sjávarskriða), þótt við þekkjum ekki dæmi þess héðan, en aðstæður til slíks eru fyrir hendi á Straumsvíkursvæðinu. Tíðni sprunguhreyfinga og sprungu- myndunar á þessu svæði er óþekkt, eins og raunar víðast hvar. Eðli slíkra atburða er margrætt og litlar tilraunir hafa verið gerðar til að slá tölu á þá. ELDVIRKNI OG HRAUNRENNSLI Eins og lesa má af jarðfræðikortum (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er Straumsvíkursvæðið allt á ungum hraunum sem runnið hafa eftir að ísöld lauk. Austan svæðisins eru móbergshálsar sem orðið hafa til í eldgosum undir jöklum ísaldar. Rétt norðan við svæðið taka við grágrýtisholt mynduð við hraunrennsli á síðustu hlýskeiðum ísaldar. Eldsumbrot hafa því ekki aðeins sett svip sinn á svæðið heldur myndað það allt. Eldvirknin sem hér á hlut að máli er svokölluð rekeldvirkni, en það þýðir að bergkvikan kemur upp á sprungum sem tengjast landrekshreyfingum jarðskorpunnar. Kvika þessi er í nær öllum tilvikum basaltkvika, yfirleitt þunnlljótandi og heit og hefur því litla tilhneigingu til sprenginga. Einkennandi fyrir hana eru þunn hraun sem ná mikilli útbreiðslu, sjá 4. mynd. Ekki hefur gosið á þessu svæði síðustu aldirnar. Y ngsta hraunið á Straumsvíkursvæðinu er venjulega kallað Kapelluhraun og er talið vera sama hraun og heitir í fornum heimild- um Nýjahraun. Það rann skömmu eftir landnám. Nýlega hafa Sigmundur Einarsson o.fl. (1991) gert grein fyrir þessu hrauni. Kapelluhraun er hluti af hraunaklasa, sem þeir telja hafa runnið í hrinu sprungu- eldgosa, Krísuvíkureldum, sem stóðu á svæðinu líklegast í nokkra áratugi á 12. öld. Gossprungan, sem var virk í þessari hrinu, náði sunnan frá Latsfjalli við suðurenda Móhálsadals og norður á bóginn undir vesturhlíðum Undirhlíða, allt norður undir Helgafell. Hún er á Krísuvíkursprungurein- inni, sem er næsta rein austan við Reykja- nessprungureinina. Hraun frá sprungunni runnu í þessum eldum í sjó beggja vegna á Reykjanesskaga, bæði við Krísuvík hina fornu og Straum. Samkvæmt kolefnisaldurs- greiningum rann Kapelluhraun á elleftu eða tólftu öld. Það er í góðu samræmi við hinar fornu heimildir um Nýjahraun. Nafnið Nýja- hraun telja menn merki þess að hraunið hafi runnið eftir að menn komu til landsins og það er frá því fyrir árið 1343, því þá braut þar skip, eða eins og segir í Annál Flateyjar- bókar (Storm 1888) við árið 1343: „...braut Katrínarsúðina við Nýjahraun..." (sjá enn- fremur Kristján Eldjám 1957). Sigmundur og félagar grófu eftir gjóskulögum við jaðar Kapelluhrauns. Það liggur ofan ágjóskulagi því sem kallast Landnámslagið, og er nú talið vera frá árinu 871 (Guðrún Larsen 1996), en undir gjóskulagi því sem kallast Miðaldalagið og er frá 1226 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1995). Niðurstaða Sigmundar og félaga er að hraunið hafi runnið árið 1151. Samkvæmt mælingum þeirra er Kapellu- hraun um 13,7 km2 að flatarmáli og áætlað um 5 m að þykkt að jafnaði og ætti því að vera um 0,07 km3. Þetta hraun er því ekki langt frá meðalstærð íslenskra basalthrauna. Á þessu um það bil 850 ára gamla hrauni stendur álverið við Straum. Hraunið kom upp á gossprungu innan Krísuvíkursprungu- reinarinnar en hefur runnið út úr henni til norðvesturs og inn yfir norðurhluta Reykja- nessprungureinarinnar. Svo norðarlega á Reykjanesreininni hafa ekki komið upp nein eldgos svo vitað sé. Virkni hennar þar ein- kennist af tiltölulega grunnum jarðskjálftum og sprungumyndun. Það er því fyrst og fremst virkni á Krísuvíkursprungureininni 270
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.