Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 119
/. mynd. Horft til norðvesturs yfirÁstjörn afÁsfjalli. Ljósm. Gunnar Ólafsson.
dýpt eru lífsskilyrðin margvísleg og í
vatnalíffræðinni er hverju vatni skipt í fjögur
lífsvið, en í hverju þeirra eru ákveðnar gerðir
lífvera. í vatnsborðinu lifa flotverur, í vatns-
bolnum svif- og sundverur og á vatns-
botninum botnverur. Loks eru við strendur
vatna fjölbreytileg lífsskilyrði og því er lífið
hvergi eins fjölskrúðugt og þar.
Lífsvið tjarna er allmjög frábrugðið því
sem gerist í stöðuvötnum. Skilin milli svif-,
botn- og strandlífs eru ekki eins greinileg og
í litlum tjörnum nær þetta saman. Reyndar er
naumast hægt að ræða um eiginlegt svif í
tjörnum vegna þess hve blandað það er
lífverum frá botni og við bakka, þar sem
meginhluti lífveranna dvelst.
Lífsskilyrði tjarna eru einnig ólík
skilyrðum stöðuvatna. í tjörnum eru jafnan
miklar hitasveiflur sem fylgja dagsveiflum,
veðri og árstíðuin. í Iitlum tjörnum getur
hitinn á sólríkum sumardögum farið upp í
20-25°C en verið nálægt frostmarki á
næturnar. Á vetrum botnfrjósa margar tjarn-
ir og sumar þorna upp á sumrum. Tjarnar-
bakkar eru oftast nær algrónir niður að
vatnsborði, svo að um fjöru er ekki að ræða,
og oft er líka belti af stör eða öðrum vot-
lendisjurtum í vatninu meðfram bakkanum
sem myndaður er af mold og leðju.
í tjömum er vanalega eijubotn og mjög oft er
hann vaxinn þörungum eða háplöntum, t.d.
mara eða nykrum sem leggja stundum undir
sig alla tjömina, þekja hana með flotblöðum
o.s.frv. Slíkar tjamir em mjög lífríkar og vatnalíf
þeirra áhugavert til skoðunar. Sé dýpið í
tjörninni meira en 1-2 m er botninn vanalega
þakinn kransþörungum og öðmm lágvöxnum
jurtuin (kransþömngabelti) (Helgi Hallgríms-
son 1979).
■ DÝRALÍF í ÁSTJÖRN
Ástjörn ber af hvað dýralíf og gróður
snertir; í henni er mikið smádýralíf og fuglalíf
er gróskumikið á tjörninni og við hana.
Meðal þeirra smádýra sem finnast í tjörninni
em:
Tjamatíta (Arctocorisa carinata) er vatna-
skordýr, brún að ofan en ljós að neðan, um
277