Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 125
Náttúruverndarmönnum brá í brún er
skipulagstillaga að Ástjarnarsvæðinu var
kynnt, en þar var gert ráð fyrir íbúðabyggð
allt umhverfis friðlandið. Augljóst þótti að
náttúru svæðisins væri hætta búin og var
bent á að friðlandinu hafði verið ætlað of
lítið rými við stofnun þess. Náttúruverndar-
nefnd Hafnarfjarðar og Náttúruverndarráð
hófu enn á ný að vinna að friðun við Ás-
tjörn, þ.e. að stækka friðlandið. Það var svo í
maí 1994 að Erling Ólafsson dýrafræðingur
og Björn Stefán Hallsson arkitekt lögðu fram
tillögu um ráðstafanir til verndar náttúru
Ástjarnar og næsta umhverfis hennar.
Leggja þeir m.a. til að friðlandið verði
afmarkað, t.d. með stólpum þar sent reglum
um friðlandið verði komið fyrir, svo að
hverjum manni ntegi vera Ijóst hvar inörkin
liggja og hvaða reglur gilda fyrir friðlandið,
svo sem að á tímabilinu 1. maí - 15. júlí er
umferð óheimil. Einnig lögðu þeir til að
svæðið verði vaktað yfir varptímann, þ.e. á
því tímabili sem umferð uin friðlandið er tak-
mörkuð. Felur tillagan einnig í sér að vatna-
svið Ástjarnar verði kannað og í samræmi
við niðurstöður verði gerðar ráðstafanir til
að vernda vatnasviðið. í tillögunni er gerð
athugasemd við aðalskipulag bæjarins og
lagt til að byggð verði færð fjær tjörninni en
skipulagið gerir ráð fyrir. Einnig tekur
tillagan til stýringar á urnferð, eftirliti og um-
gengni. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu
þeirra Björns og Erlings og þá lýsti náttúru-
verndarnefnd bæjarins einnig yl'ir stuðningi
við hana. Á öðrurn vettvangi (Vegamót, 5.
tbl. 1994) hafði Erling bent á að óspillt lífríki
og umhverfi Ástjarnarkvosarinnar sé
Hafnarfjarðarbæ miklu verðmætara en þær
byggingarlóðir sem þarf að fórna vegna
aukinnar verndar svæðisins.
Fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 1994
kepptust fulltrúar bæjarflokkanna við að
benda á nauðsyn þess að vernda svæðið
við Ástjörn og stækka friðlandið. í ntálgagni
Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði kemur
fram (1. maí 1994) að flokksmenn séu ein-
dregið á móti hugmyndum um byggð á
Ástjarnarsvæðinu og áhersla lögð á að frið-
landið verði stækkað þannig að Ástjörn fái
notið verndar. Þar kemur og fram að frið-
landinu hafi á sínum tíma verið skorinn of
þröngur stakkur og að nauðsynlegt sé að
framfylgja umferðarbanni við tjörnina á
varptíma. Þá er lagt til að tryggt verði að fólk
fái notið hins fjölskrúðuga fuglalífs, með því
að komið verði upp aðstöðu við tjörnina
norðanverða, en þaðan ættu gestir svæðis-
ins að hafa tækifæri til að skoða fuglalífið á
varptíma úr sjónauka. í viðtali blaðamanns
Hamars, málgagns sjálfstæðismanna (5. tbl.
48. árg), við Ólaf Torfason fuglaskoðara
kemur m.a. fram að við Ástjörn sé einstök
náttúruperla og að þar sé mesta fuglalíf á
höfuðborgarsvæðinu, og heldur Ólafur því
fram að þar séu fleiri fuglar á flatareiningu en
við Mývatn. Ólafur, eins og aðrir
náttúruverndarsinnar, bendir á nauðsyn
þess að friðlandssvæðið verði stækkað og
horfið verði frá tillögu unt íbúðabyggð á
svæðinu skv. skipulagstillögu. Rök hans
fyrir því eru að margar tegundir fugla verpa í
næsta nágrenni við friðlandið. Sagði Ólafur
að tillaga að stækkun friðlandsins hafi fallið
í góðan jarðveg hjá flokksmönnum hans,
eins og reyndar þorra bæjarbúa.
í baráttu fyrir stækkun friðlands við Ás-
tjörn barst Náttúruverndarráði og náttúru-
verndarnefnd Hafnarfjarðar styrkur frá þá-
verandi umhverfisráðherra, Össuri Skarp-
héðinssyni, en í bréfi ráðuneytisins (27.
maí 1994) til Hafnarfjarðarbæjar segir „...að
inikilvægt sé að gera allt sem hægt er til
þess að friða svæði við Ástjörn...“. Einnig
kemur fram í bréfinu að ráðuneytið beini
því til bæjaryfirvalda að tillaga um
stækkun verndarsvæðisins verði sam-
þykkt.
Það var síðan 7. nóvember 1995 að
bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu
umhverfisnefndar Hafnarfjarðar frá 18.
október 1995 „um að landsvæði utan friðaðs
svæðis við Ástjörn og fyrirhugaðrar
byggðar í Áslandi og á Grísanesi ásamt
opnu svæði á Ásfjalli og Ásfjallsö\lum“
verði skilgreint sem fólkvangur samkvæmt
þágildandi náttúruverndarlögum (47/1971).
Náttúruverndarráð samþykkti fyrir sitt leyti,
á fundi þess 14. nóvember 1995, að auglýsa
formlega stofnun fólkvangs við Ástjörn og
Ásfjall (4. mynd).
283