Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Qupperneq 17
11
sjóðurinn), sízt þégar henni er deilt milli 8—9 hundruð
eiganda, en hún er samt greinilegur vottur þess, að þannig
má safna stórkostlega miklu fje, án þess nokkrum manni
verði tilfinnanlegt. Þótt ekki sje komin há upphæð á
hvern eiganda ,,.Kaupfjelagssjóðs“ Dalasýslu, þá er það
mjög eðliiegt, tíminn stuttur frá því byrjað var, verzlunin
hjá öllum fjöldanum ekki nema að hálfu leyti í fjelaginu
og mörgum miklu minna, og jafnvel hjá Sumum ekki
nema ómerkilegar og staðlausar tilraunir, nokkrir ekki
verzlað við fjelagið nema 1—2 ár af þossum tíma, bæði
af því að fjelagssvæðið hefur verið að smá færast út þangað
til næstl. ár og svo hafa sumir vegna stöðu sinnar hætt að
skipta við fjelagið, og enn nokkrir fallið frá á freisting-
anna tímum og ráðið af að hverfa aptur til kjötkatla
kaupmannanna. Af þessu leiðir, að hjer um bil helmingur
þeirra, sem taldir eru eigendur sjóðsins, eiga ekki nema
örfáar krónur og sumir að eins aura, en aptur á móti
eiga allir þeir, sem nokkuð að ráði hafa skipt við fjelag-
ið, þetta 30—100 krónur og nokkrir þar yfir.
En hjer þarf nú ekki að hafa „Kaupfjelagssjóð“ Dala-
fjelagsins til þess að gefa mönnum hugmynd um, hve
miklu fje megi safna á þenna hátt; það getur hver sem
vill og kann nokkuð til muna í reikningi og má nota til þess
hverja þá upphæð, sem vera vill og þann árafjölda, sem
hver einn óskar. Hvort dæmin eru faktisk eða eigi gjörir
minnsttil, þau munu allt að einu sannfæra menn um það,
að hjer sje ekki um neinn hjegóma eða hugarburð að
ræða.
En það er galli, að það er eins og mörgum sje svo ótamt
að nota tölurnar, til þess að sannfæra sig og þó verða
menn að játa, að þær eru skýrasta og vissasta vitnið um
það, hvort maður hefur á rjettu eða röngu að standa, þar
sem þær geta náð til. Jeg veit það, að flestir menn geta
reiknað það sjálíir, sem mjer hefur komið til hugar að
sýna hjer með tölum, en af því jeg veit líka eins vel, að