Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 32

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 32
26 einstaks úr höfuðbókinni og þessa blaðsíðutölu ritar reikn- ingshaldari inn í auða dálkinn í skýrslunni frá deildar- stjórum (Nr. 1). Það er fyrsta verkið, þegar búið er að athuga skýrslur þessar reikningslega og er nafnalistinn þá brúkaður eingöngu. Að því búnu er upphæð hvers ein- staks færð inn í höfuðbókina, þar sem hver stofnfjáreig- andi hefur sína blaðsíðu (sýnishorn nr. 3) og svo aptur úr henni inn í skýrslubókina. Gott er fyrir reikningshald- ara að búa sjer til skýrslu, áður en hann byrjar á öðru, eins og sjá má á sýnishorninu nr. 4. Sje hverjum ein- stökum stofnfjáreiganda gefinn árlegur reikningur yfir inn- eign hans í stofnsjóði, er nauðsynlegt að hafa prentuð eyðublöð undir þá reikninga í líku formi og sýnishorn nr. 3. Jeg vil þá að lokum óska, að menn veiti máli þessu fullkomið athygli og yfirvegi það með gætni, því jeg þj7k- ist fullviss um, að þeir, sem gjöra það, muni fljótt sjá, að hjer er um mjög þýðingarmikið málefni að ræða. Mönn- um er óhætt að trúa þeim málshætti, að „auðurinn sje afl þeirra hluta, sem gjöra skal“, og það að verða sjálfstæður í efnalegu tilliti er aðalsporið til þess að verða sjálfstæð- ur í öðrum greinum. Það aurasafn, sem hjer hefur verið haft fyrir umtalsefni, hefur auðvitað þann aðaltilgang að gjöra oss sjálfstæða og óháða í þeirri grein viðskiptalífs vors, sem vanalega er kölluð verzlun, en með tímanum getur þetta aurasafn orðið að töluverðu auðsafni, almenn- um þjóðarauði, sem gjörir bæði hvern einstakling sjálfstæð- an mann, og alla þjóðina að sjálfstæðri og óháðri þjóð í hvívetna. Surnum kann að virðast í fyrstu, að hjer sje um smá- mál að ræða, en í augum þeirra, sem athuga málið með gætni, hlýtur það að verða bert, að þetta sje vort stærsta velferðarmál, og að framgangur þess sje beinasti og viss- asti vegurinn til þess, að vjer fáum framgang flestra eða allra þeirra þjóðmála, sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar, en ávallt eru fótum troðin, af því vjer erum ósjálfstæðir í efnalegu tilliti og megnum því ekkert.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.