Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Síða 32
26
einstaks úr höfuðbókinni og þessa blaðsíðutölu ritar reikn-
ingshaldari inn í auða dálkinn í skýrslunni frá deildar-
stjórum (Nr. 1). Það er fyrsta verkið, þegar búið er að
athuga skýrslur þessar reikningslega og er nafnalistinn
þá brúkaður eingöngu. Að því búnu er upphæð hvers ein-
staks færð inn í höfuðbókina, þar sem hver stofnfjáreig-
andi hefur sína blaðsíðu (sýnishorn nr. 3) og svo aptur
úr henni inn í skýrslubókina. Gott er fyrir reikningshald-
ara að búa sjer til skýrslu, áður en hann byrjar á öðru,
eins og sjá má á sýnishorninu nr. 4. Sje hverjum ein-
stökum stofnfjáreiganda gefinn árlegur reikningur yfir inn-
eign hans í stofnsjóði, er nauðsynlegt að hafa prentuð
eyðublöð undir þá reikninga í líku formi og sýnishorn
nr. 3.
Jeg vil þá að lokum óska, að menn veiti máli þessu
fullkomið athygli og yfirvegi það með gætni, því jeg þj7k-
ist fullviss um, að þeir, sem gjöra það, muni fljótt sjá, að
hjer er um mjög þýðingarmikið málefni að ræða. Mönn-
um er óhætt að trúa þeim málshætti, að „auðurinn sje afl
þeirra hluta, sem gjöra skal“, og það að verða sjálfstæður
í efnalegu tilliti er aðalsporið til þess að verða sjálfstæð-
ur í öðrum greinum. Það aurasafn, sem hjer hefur verið
haft fyrir umtalsefni, hefur auðvitað þann aðaltilgang að
gjöra oss sjálfstæða og óháða í þeirri grein viðskiptalífs
vors, sem vanalega er kölluð verzlun, en með tímanum
getur þetta aurasafn orðið að töluverðu auðsafni, almenn-
um þjóðarauði, sem gjörir bæði hvern einstakling sjálfstæð-
an mann, og alla þjóðina að sjálfstæðri og óháðri þjóð í
hvívetna.
Surnum kann að virðast í fyrstu, að hjer sje um smá-
mál að ræða, en í augum þeirra, sem athuga málið með
gætni, hlýtur það að verða bert, að þetta sje vort stærsta
velferðarmál, og að framgangur þess sje beinasti og viss-
asti vegurinn til þess, að vjer fáum framgang flestra eða
allra þeirra þjóðmála, sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar,
en ávallt eru fótum troðin, af því vjer erum ósjálfstæðir í
efnalegu tilliti og megnum því ekkert.