Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 60
Skýrslur um kaupfjelög,
Eitt aðalætlunarverk „Tímarits ' kaupfjelaganna11 er það
að flytja lesendum sínum skýrslur um kaupfjelögin, bæði á Is-
landi og annarsstaðar. Tilgangurinn með skýrslur þær ætti að
liggja í auguin uppi, að sínu leyti eins og um aflar hagskýrsl-
ur; og töluskýrslur þær, sem kaupfjelögin sjálf hljóta að halda,
er mjög auðvelt og kostnaðarlítið að gefa, en á þeim má þó
hyggja ýmsar fróðlegar skýrslur um þroska kaupQelaganna frá
byrjun, um hag þeirra og að nokkru leyti um árangur þeirra.
Og sannarlega væri það fróðlegt að hafa aflnákvæmt ágrip af
sögu hvers kaupfjelags á Islandi fyrir sig frá byrjuh: hverjar
hvatir og hreifingar komu fjelaginu .á fót, hverjir voru aðal-
forkólfar þess í fyrstu, hveruig það hefur vaxið og þróazt frá
byrjun, liver áhrif það virðist hafa haft á vöruvöndun, búnað-
arlag og búuaðarháttu fjelagsmanna, liverjir agnúar og vand-
ræði hafi staðið því fyrir þrifum o. s. frv. — Erlend kaupfje-
lög gefa greinilegar hagskýrslur nú orðið og hafa gefið um
langan tima. Og þótt nú ólíku sje saman að jafha, íslenzkum
kaupfjelögum og útlendum, að þvi er þroska snertir og afla
aðstöðu, þá er kaupfjelagshreifingin hjá oss þó engu ómerki-
legra spor fyrir þjóð vora að sínu leyti en samskonar hreifing
jafnvel lijá Bretum, sem þó eru langt komnir í þessu efni. —
Þessar hreifingar hafa hvergi lagt eins mikinn hluta verzlunar
undir sig og einmitt hjá oss, þar sem t. d. meginútflutningur
á lifandi sauðfje landsins hefur svo árum skiptir verið í gcgn-
um kaupfjelög; og breytingin eða áhrifin, sem kaupfjelög vor
hafa haft á verzlun vora, eru tiltölulega meiri en erlendis, að
minnsta kosti heldur en var, þegar kaupfjelög þar voru á sama
aldri og kaupfjelög vor nú eru. Þetta er að vísu eðlilegt, en
eigi að siður eptirtektavert, og það því fremur sem kaupfje-
lagsskapm-inn hjer hófst algjört án áhrifa frá útlöndum, og hafði
jafuvel þuklað uppi sitt eigið stefnumið áður en forkólfum hans