Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Side 72
66
fjelagsskapurinn einnig kjer í kaupstöðunum, og fyrir nálega
20 árum voru kaupfjelög i 20 kaupstöðum, nú eru þau færri,
og þessi fáu eru einkennileg að því, að þau hafa enga sam-
vinnu við hin kaupfjelögin.
(Tekið úr „Maanedsbladet").
5. Alþjóðasamband, samvinnufjelaga.
Á sambandsfundi ensku samvinnu- og kaupfjelaganna, sem
haldin var í Roclidale 1892, hreifði formaður sambandsins,
Edward V. Neale, fyrst þeirri uppástungu, að stofhað væri al-
þjóðasamband (international alliance) milli samvinnufjelaga um
heim allan. Á hátíðarfuudi hins enska fjelagasambands, sem
haldinn var 20. ág. s. á. í kristalshöllinni í London, var málið
ítarlega rætt, og samþykkt þannig hljóðandi fundarályktun, er
send var til flestra landa heimsins:
„Stofna skal alþjóðasamband millum allra þeirra, er styðja
vilja almennan samvinnufjelagsskap (co-operation) með deildum
í öllum löndum, er þátt vilja taka í þessu máli. Tilgangurinn
er með samvinnu og frjálsum fjelagsskap að fá til lykta leitt
stríð það, sem nú er háð millum auðs og vinnu; koma friði
og föstu skipulagi á í öllum atvinnu- og framleiðslumólum;
gjöra vinnulýðinn hluttakaudi í arði og ágóða vinnunnar, og
yfir höfuð að efla friðsamlega samvinnu og bróðurhug manna
og þjóða á milli. í þetta samband eru öll þau fjelög velfiom-
in, sem fylgja sömu grundvallarskoðunum sem vjer“.
Málefni þetta fjekk hinar beztu undirtektir, og dagana 19.—
23. ágúst 1895 var hið fýrsta þing alþjóðasambands samvinnu-
fjelaganna haldið í Londou. I sambandi við það var haldin
sýning á framleiðslu varningi frá samvinnufjelögunum víðsveg-
ar um heim.
Á þi ngi þessu sátu fulltrúar frá Englandi, Erakldandi,
Þýzkalandi, Italíu, Hollaudi, Belgíu, Sviss, Danmörku, Rúmeníu
og bandafylkjum Ameríku. 1 niiðnefhd (central-comitee) al-
þjóðasambandsins voru kosnir: J. Gray (formaður), E. 0.
Greening, H. W. Wulff (allir ensldij, de Boywe og Charles
Robert (franskir), Luzzatti og Cavaliere (ítalskhj, Micha og
d’Andrimont (frá Belgíu), Nelson (bandaríkjamaður) og Dr.