Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 83
77
bitnar ]>að á eiganda sjálfum.* -—• Smjör K. Þ. hefur aldrei
fengið teljandi útásetningar frá kaupendum, og má að nokkru
þakka það þessu fyrirkomulagi.
Sama viðleitnin hefur og höfð verið um sauðíjeð; og þeg-
ar menn virða fyrir sjer meðalþyngd þess öll þau ár, síðan
farið var að skipta verðinu eptir vigt fjárins, og horga pundið
í þyngri kind betur en í hinni lakari, er hægt að reka
sig úr skugga um, að þetta hefur haft bætandi áhrif á sauð-
ijárræktina yfir höfuð. JÞessu til sönnunar er eptirfylgjandi
skýrsla um sauða þyngd í K. Þ.
Ártal. Meðalþyngd Ártal. Meðalþyngd
á sauðum ‘2 v. og veturg. pund. á 2vetr. sauðum. pund. á sauðum 2 v. og veturg. pund. á 2vetr. sauðum. pund.
1884 109,2 ri 1891 118,5 121,5
1885 114,1 V) 1892 119,1 121
1886 115,8 r> 1893 124,6 126,3
1887 112,2 r 1894 124,1 126,2
1888 112,1 n 1895 124,3 126
1889 119 ri 1896 121,2 125
1890 119 n
Samkvæmt þessari skýrslu er meðalþyngd sauðauna nærri
12 pd. meiri síðustu 4 árin, en þau fyrstu 4, og er þó á þrennt
að líta, sem hefði getað snúið þessu öfugt: í fyrsta lagi, að
fyrstu 3 árin voru fáir eða engir sauðir veturgamlir saman við;
í öðru lagi, að þá var elíki gengið svo nærri, að hver tvæ-
vetlingur væri tekinn, eins og hin siðari ár hefur verið, en
þrjevetlingar þeim mun fleiri; og í þriðja lagi: þegar vetur-
gömlu sauðirnir eru látnir, rýrir það meðalvigtina á tvennan
hátt; sjálfir eru þeir ljettari, og svo vantar alla þá góðu sauði
haustið eptir, til þess að hækka meðalþyngd. Nokkuð af þess-
um mikla mun kann að vera að þakka árferð; en meiri part-
urinn er að þakka öðru.
*) Einkennilegt er það, að í samskonar fjelögum á Erakklandi
er alveg sama aðferð höfð við innanlands sölu á afurðum bænda.