Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 73

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 73
ANDVAIU SKIPBROT VIÐ IIÚNSNES 263 fram á engjar næsta dag. Árni beið samt heima fram á hádegi, ef Einar kynni að senda eftir honum. En þegar ekki varð af því, dólaði hann einnig af stað í hey- skapinn. Var þá stórviðri á. III Áður en Einar fór að heiman þennan dag, skipaði hann syni sínum, sem var cllefu ára gamall, að sækja hest þann, sem átti að vera niðri við sjóinn og koma með hann fram á fjall. Nú átti að fara að reiða heim fjallheyið. Drengurinn gerði eins og fyrir hann var lagt, og segir ekki af ferðum hans, fyrr en hann kom niður í lágina, þar scm hestar Nesmanna höfðu sýnt af sér hræðslumerkin kvöldið áður. Vissi hann ekki fyrr til en hann gekk þar fram á liggjandi mann. Piltinum varð ærið felmt við. Tók hann þegar á rás og hirti ekki meira um hcstinn, heldur hljóp cins og fætur toguðu til bæjar og sagði rnóður sinni, livað fyrir hann hafði borið. Þess getur ekki, hvort þau mæðgin ræddu þessi tíðindi lengur eða skemur, en að heiman hélt Herþrúður með syni sínum, því að hestinn varð að sækja. Á leiðinni til sjávar hættu þau sér niður í lágina, þar sem hinn ókunni maður var. Reis hann upp til hálfs, er hann varð var mannaferða, en þau gáfu sig ekki að honum, heldur gengu á svig við hann ofan að sjónum og tóku þar hestinn. Að því búnu skunduðu þau heim með hann og lögðu á hann reiðing. Barst síðar út eftir Herþrúði, að henni hefði staðið stuggur af manninum fyrir þær sakir, hve fjarskalega stór henni sýndist hann vera. Húsfreyja lét nú drenginn halda frarn á fjall með reiðingshestinn og bað hann fyrir þau skilaboð til Einars, að hann kæmi heim hið skjótasta fyrir guðs sakir, því að þau mæðginin hefðu séð mann. Það var komið fram á milli nóns og miðaftans, er drengurinn kom flaumósa til föður síns og sagði honum fréttirnar. Einari þótti viðurhlutamikið að fara einn til fundar við þennan furðulega mann, sem virtist hafa tekið sér bólfestu í dokk- inni við sjávargötu þeirra Nesbænda, svo að hann brá sér til fundar við Árna í Efra-Nesi, er var við heyskap á flóa skammt undan, og bað hann að koma með sér. Árni tók því vel. Ekki héldu þeir sarnt tafarlaust af stað, því að Einar vildi hafa gagn af ferðinni. Fór hann því að binda á hesta sína tvo og búa upp á þá. Römbuðu þeir síðan af stað til bæjar með baggahestana í taumi, en hægt varð að fara, því að heybandsvegurinn var miðlungi góður. Þegar heim kom að Neðra-Nesi, tóku þeir ofan af hestun- um og slepptu þeim. Síðan örkuðu þeir loks af stað til þess að leita mannsins. IV Þeir fundu manninn við klettabelti ofan við lágina. Var hann þá kominn sem svaraði stuttri bæjarleið frá sjó og meira en hálfnaður heim að Neðra-Nesi. Einar Idalldórsson herti upp hugann, gekk að honum og kastaði á hann kveðju: „Sæll vertu, rnaður!" Ekki heyrðu Nesmenn glöggt svar mannsins, því að hvort tveggja var, að veður var mikið og maðurinn ekki há- talaður. Þó virtist þeim, að hann bæði guð að blessa þá. Nú lá auðvitað fyrst fyrir að vita, hvers konar náungi þetta var. Einar spurði því: „Hvað fyrir mann ertu?“ „Ég er skipbrotsmaður", svaraði ókunni maðurinn. Þetta þótti heimamönnum mikil tíð- indi. Svo fáséðan gest urðu þeir að spyrja spjörunum úr. Og þótt veðrið væri hart og kalt, settu þeir nú á hrókaræður við manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.