Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 36

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 36
226 APOSTOLOS DASCALAKIS ANDVAIU en honum tekst með undraverðum hætti að losna með hjálp bróður síns Ólafs helga. Hann tekur saman auðæfi sín, nemur Maríu á brott, kemst á skip og heldur út á Miðjarðarhaf. Síðan lætur hann hina brottnumdu konungsdóttur eftir á ströndum Bosporus, fer yfir Svarta- haf og síðan sem leið liggur aftur til Jarisleifs Garðakonungs og gengur að eiga Ellisif dóttur hans. Síðan hverfur hann aftur til Noregs og tekur þar kon- ungdóm að hálfu við Magnús bróðurson sinn, sem seinna varð konungur yfir öll- um Noregi eftir daga Haralds. Eftir margar tvísýnar brýnur í Danmörku og víðar ræðst hann á Harald Englakonung, rétt áður en Vilhjálmur bastarður, her- togi af Normandí, gerði innrás sína í England. Arið 1066 er hann drepinn í orustunni við Stafnfurðubryggju. Þótt vér hefðum engar aðrar heimildir um líf Haralds í austurvegi, væri ekki hægt að efast um sögulegan áreiðanleik Haralds sögu, þar eð hún greinir frá persónum og atburðum, sem sannanlega hafa verið til. Kunn eru til dæmis Zóe drottning og Georg Maniakes hershöfð- ingi, sem í herförum var með Haraldi, og þekktir sögulegir atburðir eru her- förin gegn Serkjum á Sikiley, uppreisn þjóðarinnar gegn keisaranum Michael kalafates, hlindun hans og margt annað. Svo virðist sem Haraldur hljóti að hafa verið hnepptur í dýflissu af valdaræn- ingjanum Michael, því að hann var trúr hinni löglegu landsstjórn, með öðrurn orðum Zóe drottningu, sem þá hafði verið hrakin frá völdum. Slík hollusta var ein- mitt eitt helzta einkenni Væringja. Kraftaverk heilags Ólafs og undankomu Haralds úr fangelsinu mætti kannske skýra sem skyndilegt og rnjög óvænt upp- hlaup lýðsins til þess að leysa Harald og hans menn og fá þeim forustuna gegn valdaræningjanum og til hjálpar Zóe drottningu. Haraldur virðist vissulega hafa verið viðstaddur, þegar uppreisnar- keisarinn Michael kalafates var blindað- ur að lýðnum ásjáandi. Og ekki væri ólíklegt, að orðasveimurinn um ástabrall Haralds við Zóe drottningu hefði við rök að styðjast. Þótt roskin væri, var hún allra kvenna vergjörnust og ástleitnust og olli hvað eftir annað hneyksli í Býzanz vegna ástamakks við unga menn. Einn þeirra var Michael Paflagonas, sem boðin var keisaratign eftir að Zóe hafði látið myrða eiginmann sinn og samstjórnanda. Það kæmi ekki á óvart, þótt slík kona hafi einnig lagzt á hugi við hinn fríða Norður- landamann og fjandskapazt við hann, þegar hún sá, að hann vildi heldur unga og fagra frænku hennar. Eini gallinn á gjöf Njarðar er sá, að María drottningar- frænka, sem sagt er frá í sögunni, er ekki nefnd í býzönzkum heimildum. Engin konungsdóttir að nafni María er nefnd í Býzanz um þessar mundir. Ef til vill hefur ævintýrið gerzt með einhverri óþekktri aðalskonu, sem verið hefur í keisarahöllinni, og hún orðið að drottn- ingarfrænku í sögunni til þess að varpa Ijóma á ástir konungssonarins. Þetta væri allt og surnt, sem vitað væri um líf Haralds í Miklagarði, ef ekki væri öðru til að dreifa en fornum íslenzkum sögum. En 1881 fannst grískt handrit frá 11. öld og ber nafnið „Heilræði til keisara". Handrit þetta fannst í Moskvu, og ekki er vitað hver skráð hefur. En sa hefur áreiðanlega verið hermaður og bar- izt með Haraldi, kynnzt honum vel og varðveitt merkilegan fróðleik um líf hans í Býzanz. í handriti þessu segir, að Araltes (þ. e. Haraldur) bróðir Júlavos (þ. e- Ólafs) konungs í Varangia, það er að segja Noregi, kæmi til Miklagarðs og réðist í þjónustu keisarans, Michaels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Undirtitill:
Tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0258-3771
Tungumál:
Árgangar:
144
Fjöldi tölublaða/hefta:
155
Skráðar greinar:
Gefið út:
1874-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Hið íslenzka þjóðvinafélag (1874-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Bókmenntir : Ritrýndar greinar : Hið íslenska þjóðvinafélag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað: 3. Tölublað (01.10.1960)
https://timarit.is/issue/292720

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. Tölublað (01.10.1960)

Aðgerðir: