Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 30

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 30
220 APOSTOLOS DASCALAKIS hafa verið Slafar innan úr miðju Rúss- landi. En nú efar enginn, að þessir rúss, sem settust um Konstantínópel, hafa verið af hinum norrænu þjóðum, sem þá höfðu farið um alla Vestur-Evrópu og brotizt frá Eystrasalti inn í Rússland eða Garða- ríki og tekið þar mikil lönd og stofnað borgirnar Novgorod, Smolensk, Lion- betch, Kiev og enn fleiri. Lýsing sjónar- votta á útliti innrásarmannanna og vopnabúnaði þeirra er svo skilmerkileg, að menn þessir hljóta alveg vafalaust að hafa verið Norðurlandamenn. Þess ber að gæta, að íbúar Býzanz þekktu Slafa mæta vel, og þeir hefðu ekki orðið svona skelfdir og ráðvilltir, ef þessir gestir hefðu verið Slafar. Og enn er þess að geta, að Slafar kunnu lítt til sjómennsku og skipa, en þessir innrásarmenn komu niður fljótin á þúsundum langra mjórra skipa og sigldu síðan yfir stormasamt haf lík- lega í því skyni að komast sem skjótast að Propontis rétt fyrir framan múra Konstantínópel. Þetta minnir oss ræki- lega á aðfarir Norðurlandamanna í Vestur-Evrópu á þessum sömu árum. Einmitt um þetta leyti fóru árásir þeirra á Vestur-Evrópu að gerast erfiðleikum bundnar og lítið ábatasamar, ýmist vegna landauðnar eða nýrra samtaka, sem þjóð- irnar bundust til að verjast innrásum. Þá fóru Norðurlandamenn að leita austur á bóginn, ekki aðeins Svíar eins og oft er á orði haft, heldur einnig Norðmcnn og Danir. Þeir réðust inn í Rússland í stórum hópum og komu til liðs við landa sína, sem þegar höfðu setzt að í þessum lóndum, í átökum þeirra við Slafa. Og frá Rússlandi sóttu þeir enn fram til nýrra staða. Þcgar þcir Norðurlandamenn, sem bjuggu í rússnesku dölunum, voru orðnir það margir, að ekki var lengur gróðavænlegt að gcra áhlaup í næsta ná- grenni, fóru þeir að lcita til Svartahafs á margrónum langskipum, sem smíðuð voru með hinni þekktu norrænu aðferð. Tilgangur þessarar sóknar var að ræna býzanzka ríkið, ef ekki leggja það undir sig. En það var á þessum tímum voldugt ríki, og býzönzku keisararnir, svo sem Basil Búlgarabani, Tsimiskis og Nikiforos Fokas, voru hraustir og reyndir herfor- ingjar og höfðu stórum herjum á að skipa. Og hernaður víkinganna í austri var þeim engan veginn eins auðsóttur og gjöfull og í Vestur-Evrópu, þar sem úr- kynjaðir og auðnulitlir afkomendur Karlamagnúsar réðu ríkjum. Á einni öld, árin 860, 907, 941, 944 og 971, gerðu norðurmenn fimm meiri háttar herhlaup niður eftir rússnesku fljótunum, yfir Svartahaf og allt að múrum Konstantín- ópel, þar sem blóðugir bardagar áttu sér stað. En þetta kom allt fyrir ekki. Hin ævintýralega borg, drottning meðal borga, með fjölda halla og hárra turna, gullroðinna kirkna og gersemar óþrjót- andi, stóðst allar árásir þessara norðan- véra. Og reyndar miklu meira en það. 1 stað þcss að sigra Býzanz, var það hún sem sigraði þá — í krafti hinnar grísku siðmenningar. I fyrstu kölluðu býzanzkir sagnaritarar norðurlandamennina ,,guð- lausa", það er að segja heiðna. En þegar stundir liðu, notuðu þeir ekki lengur þetta orð, af því að norðanmennimir sner- ust smátt og smátt til kristinnar trúar, annaðhvort fyrir atbeina trúboða í Rúss- landi eða málaliða eins og síðar getur. Um miðja 10. öld fór Olga, ekkja Igors fursta í Kicv, með fríðu föruneyti og lét skírast. Konstantín Porfyrogenetos keisari hefur lýst með fögrum orðum við- tökunum scm Olga fékk, skírninni sjálfri og þeim stórkostlegu hátíðahöldum, scm Býzanzbúar efndu til við áþekk tækifæri, til þess að gera höfðingjum barbaranna sem bjartast fyrir augum, þegar þeir sóttu borgina heim sem opinberir gestir. En landstjórnarmenn í Kiev og hirðmcnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.