Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 48

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 48
238 WILLIAM IIHINESEN ANDVARI — Það cr kona, sem er að ala barn! öskraði hann inn í eyrað á meðvit- undarlausan manninn. Það getur varðað mannslíf! — Ef til vill tvö mannslíf! bætti Gregersen við. — Hvað er á seyði? hrópaði Einar Benediktsson. Skáldið var stokkið upp af bekk sínum og stóð nú og klóraði sér í hnakkanum, illa til reika og brá grönum. Augun í honum urðu eins og glóandi kol, þegar hann heyrði hvað um var að vera. — Björn er dauðadrukkinn! sagði hann. Komið þið, við klæðurn hann úr og förum með hann út á þilfar . . . — Læknirinn var léttklæddur og það var hægðarleikur að ná honum úr fötunum. Síðan drógu mennirnir þrír hinn digra og kafloðna risaskrokk út í ískalt loftið á kulborða. Læknirinn gerði nokkrar tilraunir til að herða sig upp og hló djúpum afkáralegum hlátri, en rnissti jafnharðan vald á sér, svo að þeir urðu að styðja liann til þess að hann skylli ekki á þilfarið. — Sæktu dollu, sagði skáldið, og þegar brytinn hikaði, öskraði hann inn í eyra honum: — Elver fjandinn er þetta, rnaður, náðu í dollu, segi ég! Brytinn kom með fötu og fékk hana skáldinu, sem steypti þegar í stað úr henni yfir höfuð lækninum og kærði sig kollóttan, þótt hinir fengju líka Ijótar slettur á föt sín. Nú færðist líf í björninn, hann rak upp nokkur öskur og fór að skjálfa og blása. — Hver andskotinn? stundi hann. Stjörnur? — Jólastjörnur! hrópaði skáldið. Jómfrú er að ala barn! Þú átt að hjálpa því í heiminn, og það nú þegar á þessari stundu. Skilurðu nú? Nú var læknirinn fluttur inn í salinn aftur og nuddaður með baðhand- klæði. Hann fnæsti og hvæsti, en allt í einu fór hann að hósta alls gáður og hnyldaði brúnirnar. Honurn var batnað, hann vatt sér í sloppinn og gekk hvatlega á brott með brytanum. Skáldið drakk í kyrrþey og einn síns liðs vænan teyg úr flöskunni. Gre- gersen vélstjóri fór aftur að leggja kapalinn. Ursrniðurinn var vaknaður. Hann sat á legubekknum og þrýsti báðum höndum að kviði sér. Hann virtist þjáður. Skáldið fyllti glas hans: — Svona, vinur minn! sagði hann þýðlega. Síðan bætti hann við og beindi orðum sínum til Gregersens: — Balthazar er veikur. Hann er á leið til Hafnar til að láta skera sig upp. — Er það svo alvarlegt? sagði vélstjórinn og sópaði spilunum saman. — Krabbi! andvarpaði Balthazar, lyfti glasinu og drakk þeim til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.