Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 16

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 16
206 STEFÁN PJETURSSÓN aNdvaIU en það, að skjalasöfn nokkurra helztu embættísmanna landsins: landshöfðingja, biskups, stiftsyfirvalda, landfógeta og amtmanns yfir suður- og vesturamti voru flutt upp á loft dómkirkjunnar í Reykjavík og lokuð þar hvert inni í sinni her- bergiskytru, en hverju embætti um sig gert að gæta skjalasafns síns þar; eitt herbergi var ætlað skjölum frá embættismönnum, einkum sýslumönnum, úti um land, og landshöfðingjaritari látinn gæta þess. Enginn skjalavörður var settur yfir safnið, lítið sem ekkert unnið að skrásetningu þess, enda enginn lestrarsalur, þar sem gestir gætu haft þess nokkur not. En á þessu varð nú skjót breyting, er Jón Þorkelsson hafði verið skipaður landsskjalavörður, enda reyndist hann fljótt vera þar réttur maður á réttum stað. Með reglugerð, sem landsskjalasafninu var sett sumarið 1900, var öllum embættum landsins og opinberum sýslunum gert að skyldu að afhenda því skjöl sín og embættisbækur, sem eldri væru en þrjátíu ára, og öll varðveitt embættisskjalasöfn frá liðnum tímum, svo sem stiftamtsskjalasafn, jafnframt lögð undir það. Sama sumar var landsskjalasafnið flutt af lofti dómkirkjunnar í sæmileg salarkynni á efsta lofti alþingishússins og opnað almenningi þar um haustið. Jón Þorkelsson gekk frá upphafi ríkt eftir því við embættismenn landsins, að reglugerð skjalasafnsins væri hlýtt um afhendingu skjala. Ekki liðu heldur nema fáar vikur frá því að hann varð landsskjalavörður þar til hann tók að gera kröfur á hendur landsbókasafni um skil á embættisbókum og embættis- skjölum, sem þangað höfðu lent, einkum úr biskupsskjalasafni. Varð lands- bókasafnið við þeim kröfum, og fór afhending á embættisskjalagögnum, sem þar voru geymd, að mestu fram strax um aldamótin. En fjölda gamalla skjala og skjalabóka, sem þó enn voru við lýði, var hvorki að finna við embætti lands- ins, né á landsbókasafni, heldur í einkaeign, þar sem þau voru búin að vera áratugum eða kannski öldum saman. Kostaði það Jón Þorkelsson ekki hvað minnsta fyrirhöfn, að hafa upp á þeim og greiða götu þeirra til landsskjalasafns- ins. Óx það þó ört við röggsama innheimtu hans, enda mátti það ekki seinna vera, að það fengi ný og rúmbetri húsakynni, er það var flutt af efsta lofti alþingishússins, haustið 1908, í hið veglega safnahús, sem þá nýlega hafði verið byggt yfir það og landsbókasafnið. Fékk það þar allrúmgóðan lestrarsal, stórar skjalageymslur og skrifstofu fyrir landsskjalavörð; enda var skjalasafnið þá nokkurn veginn komið í það horf, sem það hafði síðan, þótt hvorki fengi það nafnið, sem það ber nú, Þjóðskjalasafn Islands, né Jón Þorkelsson embættis- heitið þjóðskjalavörður, fyrr en árið 1915, er ný lög voru sett um það; var þá og litlu síðar, árið 1916, sett ný reglugerð um safnið, sem herti á afhend- ingarskyldu embættismanna til þess — gerði öll embættisskjöl eldri en tuttugu ára afhendingarskyld, — og hefur sú reglugerð gilt um safnið síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.