Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 44
234
WILLIAM IIEINESEN
ANDVAKI
hafa hraðan á, hlífðarklæddir menn börSust út í myrkriS meS smíSatól, Ijósker
og kaSla. Strange stýrimaður fór fyrir þeim, grimmúSugur á svip eins og villi-
maSur. í sæmilegu veSri hefSi þessi viðgerS verið smámunir einir, en nú varð
hún eins og löng og tvísýn orusta við jötna; tveir af áhöfninni mundu hafa
farið í sjóinn, ef stýrimaður hefði ekki verið svo forsjáll aS láta binda þá við
vinduna með sterkum köðlum.
Þegar Strange kom upp í brúna eftir frækilegan sigur, stóð skipstjórinn
þar og hrosti ánægjulega í kampinn eins og hans var vandi.
— Að hverjum skollanum er skipstjórinn að hlæja, spurði stýrimaðurinn
vonzkulega.
— Er ég að hlæja? sagði Thygesen og skellihló.
Stýrimaður skundaði burt og tautaði orð eins og bandvitlaus og ábyrgðarlaus.
— Jú, það er allt í lagi með yður, Strange, sagði skipstjóri og virtist berjast
við nýtt hláturs- og linerrakast.
Niðri í farþegadeildinni ríkti nú orðið fullkomið neyðarástand; margir
farþeganna höfðu ekki lengur þrek til að halda sér í bríkur og stokka, heldur
köstuðust um káetugólfið og fengu högg og kúlur og hrufluðust til blóðs eða
féllu í öngvit. Konur og börn voru meS háahljóðum af hræðslu. Og það var
ekki ástæðulaust. Brytinn, þjónninn og skipsdrengirnir urðu að skerast í leik-
inn og hjálpa jómfrúnum, sem sáu ekki út úr annríkinu. Og þegar verst gegndi
fékk María þrautir aftur. Frú Davidsen var við öllu búin og lét hana fara í
rúrnið; en stúlkan var þrákelkin og dreif sig fljótlega á fætur aftur.
Uppi í reyksalnum klofuðust salhetjurnar fjórar á stólum sínum og létu
miðnæturstundirnar líða. Vindlareykurinn hnyklaðist milli staðfastra ljóspera
í loftinu, ýmist kyrr eða hann hringsólaði makindalega, eins og honum kæmu
ólætin í skipinu ekkert við. Klukkan á þilinu var stönzuð, tíminn hafði numið
staðar og komst ekki úr sporunum; geigvænleg stundleysa ríkti í auðum upp-
lýstum salnum, en geyjandi vargar ragnarökkurs yggldu sig og hrinu ofboðs-
lega í hafmyrkrinu fyrir utan.
Balthazar var hættur að syngja sálmana; hann sat kyrr og naut þess að
reykja vindil sinn. Idann sagði, að nú væri röðin komin að skáldinu að skemmta
samkvæminu. Það fannst lækninum líka, og það var ekki eftir Einari Bene-
diktssyni að bregðast góðum bókmenntaþyrstum löndum sínum. Hann tæmdi
glasið, lokaði augunum svo sem til að rifja upp efnið og hóf síðan með mildri
hrærðri röddu að flytja hinn mikla óð sinn til útsævarins, hins almáttka, sem
er vagga hfsins og gröf.
oo D D