Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 90

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 90
280 HELGI SÆMUNDSSON ANDVARI Undirheima tún og torg tindruðu í Ijósaflóði, og eg sá, hvar álfaborg öll i töfrum glóði. Eða eggjunin í tilefni af falli Ólafs Daviðssonar: En fræði og sagnir sögulands sakna manns úr ranni. Viltu taka upp verkin hans og verða þar að manni? „Jarðnesk ljóð“ eru úrval kvæða Vil- hjálms frá Skáholti, en bækur hans fjórar talsins og höfundurinn löngu kunnur af skáldskap sínum. Valið héfur tekizt ágæt- lega, og gildi bókarinnar reynist sýnu meira en margur ætlar í fljótu liragði. Undirritaður komst einhvern tíma svo að orði um Vilhjálm frá Skáholti, að hann væri meingallað stórskáld. Einhverjum þótti umsögnin hæpin, enda skal hún ekki boðin fram sem trúaratriði, en ég biðst engrar afsökunar á niðurstöðunni. Vilhjálmur kann ekki fágaða og smá- munalega vandvirkni í Ijóðagerð sinni, en kvæði hans glitra víða af skáldskap, því að hann nemur og skynjar umhverfi og örlög öðru vísi en samferðamenn. Þar er boðskapurinn aðalatriðið, lífsskoðun Vilhjálms, sem er persónuleg heimspeki og hann túlkar einarðlega og eftirminni- lega. Hugkvæmni skáldsins fellur og vel að frumlegri túlkun og djarfri afstöðu. Þetta er reynt að rekja í formála „Jarð- neskra ljóða“, enda vísast til hans um frekari afstöðu mína til skáldskapar Vil- hjálms frá Skáholti. Og eitt er ótvírætt: Honum liggur þungt á bjarta ýmislegt, sem á erindi við samtíð og samfélag. Allt þetta vcldur því, að kvæðum Vilhjálms cr gaumur gefinn, þó að á þeim séu nokkrir smíðagallar. Elann hefur ekki að- eins komizt meistaralega að orði um sjálfan sig og Jesúm Krist, enda þótt samanburðurinn á þeim muni víðfræg- asta ályktun hans. Vilhjálmur er mein- gallað stórskáld. Forskeytin orka kannski tvímælis, en munu samt nærri lagi. Almenna bókafélagið gaf út um jóla- leytið í fyrra talplötu með ljóðalestri sex ungra skálda, Einars Braga, Hannesar Péturssonar, Jóns Óslcars, Matthíasar Jo- hannessens, Sigurðar A. Magnússonar og Stcfáns Harðar Grímssonar. Þeim, sem betur treysta augunum en eyrunum, standa kvæðin til boða í kverinu „6 ljóð- skáld". Þar kennist glöggt, hvað vinnu- brögð ungskáldanna eru gerólík, þó að aldursmunurinn sé harla lítill. Ljóða- valið, sem mun að mestu leyti á ábyrgð höfundanna, virðist sæmilega heppnað. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur geng- izt fyrir gestaboðinu og segist í formáls- orðum hafa boðið átta skáldum til þátt- töku, en sex þau fyrrnefndu sinntu kurt- eisinni. Þau eiga hér vel heima. Hannes Pétursson og Stefán Ilörður Grímsson kunna bezt að velja, en Jón Óskar geldur þeirrar hógværðar sinnar að koma aðeins sex kvæðum á framfæri í stað tólf. Þó eru þetta bærileg sýnishorn af skáldskap hans. Einar Bragi, Matthías og Sigurður hafa og lagt sig fram um valið miðað við aðstæður, ef undan er skilin sú hand- vömm Sigurðar að týna sínu skásta ljóði, sem er Slóðin. Skerfur Einars Braga myndi til dæmis mun minni, ef Spuna- konur vantaði, svo mjög sem það ber af kvæðum „Regns í maí“. En þetta var útúrdúr. Mestu máli skiptir, að „6 ljóð- skáld“ er á sína vísu skemmtilegt sýnis- kver. Almenna bókafélagið ætti að bjóða fleiri ungskáldum á sams konar lesþing. „Rímnavaka" kallast sýnisbók rímna á 20. öld, en til hennar hefur safnað Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi og ritað að henni snotran formála um ævin- týri íslenzku rímnanna. Nafnval bókar- innar fær ckki alls kostar staðizt. Fæst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.