Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 81

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 81
BALDUR LÍNDAL: NÝ SALTVINNSLUVIÐHORF í Landnámu segir svo um Uallstein, son Þórólfs Mostrarskeggs: „I Iallsteinn hafði herjat á Skotland ok tók þar þræla þá er hann hafði út. Þá sendi hann til saltgerðar í Svefneyjar". Talið er, að saltgerð úr sjó hafi verið nokkuð stunduð frá landnámi og langt fram um aldir. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson skýra frá því, að ennþá eimdi eftir af saltgerð, þótt lítið væri, er þeir ferðuðust um landið árin 1752— 1757. Um aðferðir fornmanna við salt- vinnsluna er hins vegar lítið vitað með vissu, annað en það, að saltgerðin var stunduð á einstökum heimilum. Á sautj- ándu og átjándu öld fer svo greinilega að gæta áhrifa iðnvæðingar nágranna- landanna. Þá komu margar tillögur fram um saltvinnslu, sem gerð væri í stærra mæli og miðaðist við almennan markað. Að lokum voru svo gerðar nokkrar til- raunir, og saltgerðin við hverina á Reykja- nesi við ísafjarðardjúp tók til starfa árið 1773. Næstu ár var unnið töluvert salt þar. Reykjanessaltverkið var að sumu leyti vel undirbúið og til þess skyldi vanda. Til dæmis má nefna, að þeir Eggert og Bjarni höfðu fáurn árum áður gert til- raunir með saltsuðu við hverina á Reyk- hólum, og að því er virtist með sæmileg- um árangri. Ennfremur voru fengnir fag- menn til að byggja saltverkið á Reykja- nesi. Kaupmenn höfðu fallizt á að kaupa saltið á staðnum fyrir 2 ríkisdali tunnuna, sem mér virðist samsvara 15—20 þúsund krónum á smálest á nútíma vísu. Loks virðist nægilegt fé hafa verið fyrir hendi til þess að koma saltverkinu á góðan rek- spöl. Hins vegar varð það þessu fram- taki að falli, að saltið seldist illa sök- um óvænts galla. Fiskur, sem saltaður var úr því, varð dökkur að lit. Var talið, að þetta stafaði af votti af blýi, en blý var einmitt það efni, sem notað var í saltsuðupönnurnar á Reykjanesi. Hins vegar notuðu þeir Eggert og Bjarni járn í pönnur sínar á Reykhólum. Nú skulum við aftur fletta blöðum sögunnar og staldra við árið 1934. Það ár skipaði ríkisstjórnin Skipulagsnefnd atvinnumála. Eitt af því, sem sú nefnd lét athuga, var enn á ný, hvort unnt væri að vinna salt við hveri hér á landi. Skýrsla þessarar nefndar var birt prentuð árið 1936, og var bókin almennt kölluð „Rauðka". Þar er getið um rannsókn á saltvinnslumöguleikum á Reykhólum og einnig um möguleika í sambandi við hverina í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu. Niðurstöður sýndu neikvætt svar á báð- um stöðum. Vegna breyttra verzlunarhátta og flutn- ingatækni var saltverðgildi hér á landi 1936 aðeins einn tuttugasti liluti þess, sem það virðist hafa verið 150 árum áður. Flins vegar hafði saltgerðartækni nokkuð aukizt, og miklu meira salt var flutt inn. Skulum við nú víkja að árinu 1949. Undanfarandi ár hafði verið hafizt handa með tilraunajarðboranir á nokkrum jarð- gufusvæðum. Þótti þá enn girnilegt að líta á möguleika til saltvinnslu, miðað við hin nýju viðhorf, og segja má, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.