Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 96

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 96
286 HELGI SÆMUNDSSON og sér ekki blómið sjáum við ásýnd þína Guð. Sumir hinir, sem meira láta, ná hvorki þessari mynd né þessum tóni. Svona yrkir sá einn, sem kennir skáldlegrar til- finningar. Sigfús Daðason sætti allt of hörðum dómum ýmissa gagnrýnenda fyrir „Ljóð" sín, sem hann orti ungur 1947—1951, en aðrir reyndu að hefja þann skáldskap hans til skýjanna. Af þeim kvæðum var rammt heimspekibragð, og skynjunin átti ekki nærri alltaf samleið með álykt- uninni, en menningarleg og listræn við- leitni höfundarins þurfti engum að dylj- ast, þó að formið væri ósköp laust í reip- unum. „Hendur og orð" er samt ólíkt meiri bók að öllum árangri, skáldið hefur dvalizt lengi suður á Frakklandi og orðið sér úti um þroska og reynslu franskra mennta, enda ræður Sigfús sýnu betur við verkefni sín en áður var. Þó er sam- búð heimspekinnar og skáldskaparins enn ábótavant, ályktanirnar bera skynjunina einhvern veginn ofurliði, höfundurinn leggur ríka stund á að sanna lesandanum mannvit sitt og ýmis konar kunnáttu, en tekst ekki að sama skapi að opinbera hon- um frumlega skáldgáfu. Tæknikunnátta og heimspekiþekking þarf svo sem ekki að gera kvæði lifvænleg, ljóðlist verður ekki stunduð á sama hátt og blómarækt í suðrænum gróðurhúsum. Bók Sigfúsar er dálítið tortryggileg vegna þess, hve yrkisefnin eru óíslenzk. Kannski er barna- skapur að inna eftir jarðsambandi, þegar um ljóðlist er að ræða, en skáld finnur ekki til nema á einu máli og getur varla samlagazt öðrum örlögum en sinnar þjóð- ar, heimsborgari verður sá einn, sem hef- ur tileinkað sér líf og sögu átthaganna. En þessa verður ekki vart að heitið geti í kvæðum Sigfúsar. Hann yrkir óháð stað og stund, en eru þetta ekki viðsjár- verð erlend áhrif? Ég veit og skil að vísu nauðsyn þess, að íslenzk skáld læri af meisturum heimsbókmenntanna, en þau verða að íslenzka áhrif sín, svo að þau gerist reynsla þeirra og komist á fram- færi við íslenzka lesendur. Þetta hefur Sigfúsi Daðasyni mistekizt. Hann virðist í ljóðum sínum tala við sjálfan sig frammi fyrir stofuspegli, en láta umhverfið og mannlífið lönd og leið. Hitt er tvímæla- laust, að margar ályktanir hans eru snjall- ar og tímabærar, og ljóðstíll hans ein- kennist af ríkri samvizkusemi og einlægri nærfærni, þó að flest yrkisefnin sverji sig í ætt við tilgerð þeirra, sem hafa varla viðþol fyrir vitsmunum. Kvæðin eru undantekningalítið teygð í langar ljóð- línur, og þá hættir mörgum við að kom- ast á vald sviplausrar jafnsléttu, en sú ógæfa hendir ekki Sigfús Daðason. Hann situr í turni vandvirkninnar og sér þaðan langt og vítt, en er þar einsetumaður og sjaldan í kallfæri við lesendurna. Hann þarf að byggja stærri turn og efna til mikils gestaboðs, svo að skáldskapur hans svari fyrirhöfn. En aðfinnslur mínar hagga ekki þeirri staðreynd, að Sigfús Daðason ætlast mikið fyrir í ljóðagerð sinni, enda eins konar foringi róttæku deildar ungu skáldanna vegna mennt- unar sinnar og lífsskoðunar. Eigi að síður er skáldskapur hans einkennilega fjarlæg- ur og framandi þeim lesendum, sem hann vill vísa til vegar. Nútímamaðurinn hef- ur raunar lært að fljúga óraleiðir háloft- anna og kafa hyldýpi úthafanna, en samt er hann óþægilega settur í samfélagi og þjóðlífi án fótfestu. Smámunasamir fagur- kerar koma aldrei við sögu byltingarinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.