Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 13

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 13
ANDVARI JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 203 þess. Var honum heitið til verksins nokkrum árlegum styrk úr ríkissjóði Dana og öðrum jafnháum úr landssjóði Islendinga; en prentunarkostnað tók Bók- menntafélagið, sem áður, að sér að greiða. Var útgáfa Fornbréfasafnsins þar með tryggð, enda hafin á ný árið 1888, er Jón Þorkelsson hafði lokið doktors- prófi. Hannes Þorsteinsson hafði það síðar eftir Jóni, að honum hefði ekki litizt á, er hann fór að fást við verkefnið og sá, hve umfangsmikið það var; en ómetan- legur styrkur var honum, nýliðanum í þessu starfi, að því, að Jón Sigurðsson hafði viðað að sér geysilegu efni til Fornbréfasafnsins langt fram eftir öldum, allt til 1600. En sjálfur var Jón Þorkelsson þá þegar hin mesta hamhleypa til vinnu; enda lét hann hendur standa fram úr ermum. Hætti hann að vísu öllum sögulegum skýringum við bréfin og lét að jafnaði ekki prenta texta þeirra nema í einni gerð, — með orðamun handrita neðanmáls, — enda taldi hann það rétti- lega óþarft, þegar frumrit væru til. En fyrir bragðið rak nú hvert bindi Forn- bréfasafnsins annað, fyrst í Kaupmannahöfn, fram að aldamótum, síðan í Reykjavík, svo að samtals tókst Jóni Þorkelssyni að koma út tíu bindum Forn- bréfasafnsins á þeim þrjátíu og sjö árum, sem honum varð auðið eftir að hann tók við útgáfu þess; ná þau yfir tímabilið 1264—1550. En fullsafnað hafði hann auk þess til þeirra fjögurra binda, sem síðan hafa við bætzt — þau ná til 1570 — og Páll Eggert Olason gaf út. Ekki var öllum það ljóst, hvílíkt þrekvirki Jón Þorkelsson vann fyrii íslenzka þjóðarsögu með útgáfu Fombréfasafnsins. Má vel sjá það á formála hans fyrir þriðja bindi þess, árið 1896, þar sem hann taldi það að vísu „ekkert tiltökumál, þótt öllum þorra á Islandi þyki Fornbréfasafnið nokkuð þurrt ákomu; en á hinu átti ég síður von", sagði hann, „að flestir skynsamir og menntaðir menn skildi ekki, . . . að það er ekkert rit til, sem er eins áríðandi fyrir sögu lands- ins fyrr á öldum í öllum greinum, að gefið sé út, eins og Fornbréfasafnið. Á meðan fornskjölin liggja óprentuð, er alveg ómögulegt að vita eða skrifa nokkuð til hlítar um hag landsins eða sögu langt fram eftir öldum". Hafa sannari orð ekki verið sögð af öðrum um gildi Fornbréfasafnsins fyrir sögu landsins; enda niun það lengi reynast óbrotgjarn minnisvarði um fræðimannlegt afrek Jóns Þorkelssonar við útgáfu þess. Vel hefði útgáfa slíks stórvirkis, sem „Islenzkt fornbréfasafn" var, mátt verða Jóni Þorkelssyni ærið ævistarf. En það var öðru nær, en að svo yrði. Kom það allt til í senn, að hann var ágætlega fær maður til fræði- og ritstarfa, fljótur að átta sig á hverju viðfangsefni og starfsþrekið óbilandi; en tekjurnar, að minnsta kosti á Kaupmannahafnarárunum, svo rýrar, þrátt fyrir styrkinn til Fornbréfasafnsins, að hann varð að hafa öll spjót úti til að drýgja þær. Árið 1885 hafði hann kvænzt, þá enn við háskólanám, Karólínu Jónsdóttur bónda á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.