Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 93
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐAGERÐ 1959
28 B
„Á veðramótum" er fjórða ljóðabók
Braga Sigurjónssonar og að sumu leyti
bezt þeirra, þó að brevtingin frá „Hraun-
kvíslum" og „Undir Svörtuloftum" sé
ærin. Bragi var áður harla ádeilusamur
í ljóði, róttækur í afstöðu og djarfmæltur
í túlkun. Tókst honum iðulega að gera
ádeilu sína skáldlega eða minnsta kosti
athyglisverða, þó að stundum væri hún
umdeilanlegt smekksatriði. Þessa gætti
enn í „Undir Svörtuloftum", þó að þar
bæri meira á ljóðrænum kvæðum en í fyrri
bókunum, en ádeilan er horfin að kalla
í „Á veðramótum". Bókin minnir helzt
á litadýrð og mildi haustsins, ef maður
beitir árstíðalíkingu. Söguljóðin eru meira
að segja slétt og felld, en Bragi sviðsetti
oft ádeilu sína á vettvangi þeirra fyrrum.
Kímni hans er aftur á móti svipuð og
áður, en af því tæi eru kvæði eins og
Við ágústlok 1955 og Minnisleysi,
skemmtilegar svipmyndir og laundrjúgur
skáldskapur. Ljóðrænan verður honum
þó árangursríkust. Kvæðin af ætt hennar
eru yfirleitt stutt og reynast vandvirknis-
lega hnitmiðuð, þó að auðvitað megi deila
um bvggingarlag þeirra. Hér eru samt
augljósar framfarir í Ijóðagerð Braga
Sigurjónssonar. Hann byggir kvæðið utan
um mynd atburðar, hughrifa eða afstöðu
í stað þess að gera það að myndasafni.
Aukaatriði málalenginganna víkja fyrir
aðalatriðum, og ljóðin eiga sér lindir og
ósa. Fyrsta kvæði bókarinnar, sem er
samnefnt henni, sýnir mætavel árangur
þessarar viðleitni. Ég efast um, að Bragi
Sigurjónsson hafi ort annað kvæði betur:
Um suðurloft fer sólin eldi,
en sitja Kaldbak éljaský.
Mín er byggð í miðjum firði,
milli tveggja skauta bý:
í dag er golan góð og hlý,
en seint um morgun segja þyrði,
Kannske verður vor um sveit,
vötnin öll í sunnanflóði,
grundin auð og æskuheit
yfir nýjum blómasjóði.
— Eða vetur veðrastóði
hingað stuggað hafi á beit.
Veit ég önnur lönd, sem láta
ljósi og hlýju jafnar skipt.
Allir lasta óvissuna,
öryggið lofa mælt og klippt.
En mundi ekki miklu svipt,
væri ei neins að vona og gruna?
Eljaköst af Kaldbakstindi,
kátur þeyr af suðurfjöllum,
sævargnýr í sviptihrinum,
sumarblær á grund og höllum:
Þegar lýkur leikjúm öllum,
leggst ég sæll hjá þessum vinum.
Og Á veðramótum er engin undan-
tekning meðal kvæðanna í bók þessari,
þó að mér þyki mest til þess koma. Llm-
deilanlegast er orðaval Braga, þcgar hann
vill verða sérkennilegur með því að fella
Ijóð eða ljóðhluti í steypumót tilgerðar-
innar. Víst er hér um álitamál að ræða,
en íslenzkum skáldum hættir löngum til
þess að gerast kringilyrt annaðhvort af til-
gerð eða hroðvirkni. Nærfærni og hóf-
semi er alveg eins nauðsynleg og að
leggja sig fram um heildarmvnd Ijóðsins,
því að bún verður til af einstökum drátt-
um. Bragi er svo sérstæður í tilgerðar-
lausu kvæði eins og Á veðramótum að
nægja ætti. Og hann er of kunnáttusam-
legt skáld til að láta smágalla verða sér
að fótakefli.
Jónas Tryggvason er nýliði á skálda-
þingi, en mun hins vegar kominn til vits
og ára, því að kvæðin í „Harpan mín í
hylnum" eru sögð frá 25 ára tímabili.
Ljóðin gætu verið frá árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina. Hér er mikil hagmælska
og orðgleði, en skáldið ósjálfstætt í hrif-