Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 42

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 42
232 WILLIAM IIEINESIÍN ANDVAni — Ég hef einu sinni áður komizt í sams konar. í það skipti sprakk blaðran og allt varð að hafa sinn gang. Biytinn var roskinn föðurlegur maður með gljáandi skalla og drúpandi yfirskegg. Hann lyfti þvalri hendi Maríu. — Finnurðu nokkurs staðar til? Hún hristi höfuðið. — Sjóveik? — Nei, ég er orðin góð. Eg fer aftur . . . — Ornfeldt er að skipta sér af henni, sagði frú Davidsen. — Láttu Amöndu taka að sér aðra káetu, sagði hrytinn, ég spái liann láti hana í friði. — Ertu trúlofuð? sagði hann síðan og sneri sér að Maríu. o o — Nei. — Sveik Iiann þig? - Já. — Hvers vegna ldjópstu á brott að heiman? María leit undan án þess að svara. — Það hefur víst ekki verið hugsað of vel um þig, sagði brytinn. — Ég er orðin góð aftur, sagði María. Ég get vel unnið mitt verk! — Vittu hvort það gengur, sagði brytinn við frú Davidsen. Hafðu gætur á henni. Á næsta degi lægði storminn nokkuð, og skipið fór að þokast áfrarn; vind- mælirinn sveiflaðist milli sjö og níu. Þannig leið enn rúmlega sólarhringur, og það varð aðfangadagskvöld, áður en svo langt væri komið, að Noregsstrendur sæjust. Um hádegisleytið þann dag versnaði veðrið, það hvessti og gerði ofsa- storm. Sælöðrið dundi yfir skipið í stórskúrum. En það var bjart í lofti og milli salthryðjanna skein lággeng rauð sól og brá töfrabjarma líkt og úr undir- lieimum á veggi og loft. Á fyrsta farrými voru aðeins fjórir farþegar ofan þilja. Þeir sátu klofvega á gólfföstum stólurn reyksalarins með handleggina utan um stólbökin. Þrír af þessum salhetjum voru íslendingar: læknir, úrsmiður og hið nafntogaða skáld Einar Benediktsson. Hinn fjórði var Færeyingur, Gregersen vélstjóri, lítill og riðvaxinn skeggjaður maður með rnilt og varanlegt bros í roskinlegu andliti cins og skógarguð. íslendingarnir héldu fast um viskíglösin í krcpptum höndum- Færeyingurinn var bindindismaður. Við stól læknisins var bundin dálítil stra- karfa, en í henni vaggaði ferstrend Mountain Devv flaska með kátlegum til- burðum eins og barn í skriðprind. O O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.