Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 37

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 37
VÆRINGJAR 227 Paflagonas. Haraldur var settur yfir Vær- ingjasveitina og barðist mjög hraustlega gegn múhammeðsmönnum á Sikiley og kom aftur til Konstantínópel og þá gerði konungur hann að „manglabítes", sem líklega merkir yfirmaður lífvarðarins. Hann fylgdi keisaranum á herferðum og barðist eins og hetja og góður drengur. Þegar þeir komu aftur til borgarinnar var Haraldur gerður að „Spatharokandidat", en það var mjög mikil virðingarstaða og mundi ef til vill mega kallast staða yfir- skutilsveins keisarans. Þegar Konstantín Monomakos, þriðji maður Zóe drottn- ingar varð keisari, virðist hetjan frá Norðurlöndum ekki hafa átt upp á pall- borðið við keisarahirðina í Miklagarði, heldur hafa reynt að komast á brott frá borginni. Hann var hnepptur í varðhald í kastala, en honum tókst að strjúka og komast til heimalands síns, en þar tók hann við konungdæmi eftir Júlavos bróð- ur sinn. Þetta er það sem hinn nafnlausi býzanzki sagnaritari veit um Harald vopnabróður sinn, en það nægir til þess að sanna, að fornar norrænar sagnir fara með rétt mál í aðalatriðum, þó að aukið hafi verið við síðar. Ef við nú gerum ráð fyrir, að áletrunin á Pireus-ljóninu sé rétt lesin, verður að álíta, að Haraldur sá sem þar er nefndur foringi Væringja, sé enginn annar en hin norræna hetja og síðar konungur Norð- manna. Ef hann hefur komið til Aþenu til þess að berja niður einhverja uppreisn, sem ekki er vitað hvenær gerðist, hlýtur það að hafa verið annaðhvort þegar hann fór til Sikileyjar til að slá Serki eða í leiðangri hans gegn Búlgörum, sem kom- ust alla leið í námunda við borgina Þebu, skammt frá Aþenu. Þá verður að teljast líklegt, að hin fræga norræna hetja hafi ekki látið sér nægja að koma við í höfn- inni Pireus, heldur dvalizt á klassískri grund Pallas Aþenu í nokkra daga, farið upp á Akrópólis og svipazt um í Parthen- on-hofi, sem þá var kirkja heilagrar Maríu. Upp úr miðri 11. öld urðu ferðir nor- rænna hermanna frá Eystrasalti til Mikla- garðs gegnum Rússland mjög örðugar, ef ekki ógerlegar. Hvort tveggja var, að hin nýja gerzka þjóð var að verða meira og meira slafnesk og hafði engan áhuga á að vernda og hýsa fjarskylda ættingja fornra höfðingja í Novgorod og Kiev og löndin austan Eystrasalts voru hrjáð af innrásum og stríðum. Norðurlandamenn tóku þá að fara aðra leið til Býzanz, um Norðursjó, Atlantshaf og Miðjarðarhaf. Um þessar mundir lagði Vilhjálmur, her- togi af Normandí, England undir sig, og þá neyddust margir Danir og aðrir Norðurlandamenn til að flýja Bretland og leita til Miklagarðs, þar sem þeir voru ráðnir sem málaliðar í Væringjasveitun- um. Svo virðist sem margir aðrir Norður- landamenn hafi einnig fyllt þennan flokk. Ef til vill hafa þeir farið hina sömu leið, komið við undir ströndum Bretlands, og þar kunna landar þeirra að hafa slegizt í för með þeim. Þegar svo var komið, að Væringjar Miklagarðs voru að miklu leyti frá Eng- landi komnir, kemst allmikill ruglingur á hugmyndir manna um þjóðerni þeirra. Margir sagnaritarar fara að kalla þá „Lnglions", þ. e. Englendinga, og má nefna mörg dæmi sem sanna, að þeir töldu þá enska menn og mál þeirra ensku. En allt er þetta mjög á reiki. Væringjar þeir, sem komu til Býzanz um Mið- jarðarhaf, voru alltaf Norðurlandamenn, annaðhvort beint frá Norðurlöndum eða frá Englandi. Og málið, sem Væringjar í Býzanz töluðu, var ekki enska, og satt að segja hefðu Býzanzbúar alls ekki getað heyrt mun á ensku og máli norrænna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.