Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 79

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 79
ANDVARI EINN KEMUR ÖÐRUM MEIRl 269 aSaráætlun sinni þegar í upphafi tafls og vinnur síSan leynt og ljóst aS takmarki sínu, unz yfir lýkur. A3 jafnaSi varast hann aS flækja tafliS mjög mikiS, heldur reynir aS viShalda hreinum línum, en oftast er þunginn svo mikill undir niSri, aS andstæSingurinn áttar sig ekki fyrr en í óefni er komiS. Gagnvart þessum formfasta skákstíl eiga veikari andstæS- ingar erfitt uppdráttar og hin ískalda ró og viljafesta, sem býr aS baki honum, hefur lýjandi og oftast seigdrepandi áhrif á þá, sein sterkari eru. Enda þótt Bot- vinnik aShyllist þannig fyrst og fremst „positiontaflmennsku", er hann mjög al- hliSa skákmaSur, sem náS hefur full- komnun á fleiri sviSum skákarinnar. Sjálfur segir hann: „ÞaS er ljóst, aS unnt er aS tefla skák á fleiri en einn veg, og sérhver skákstíll, sem leiSir til sigurs, telst góSur. Hins vegar hefur skákmaSurinn rneiri möguleika á því aS sigra, ef hann er alhliSa, því aS þá er hann vel brynj- aSur gagnvart þeim mörgu ólíku stöSum, sem upp geta komiS í hverju tafli.“ Bot- vinnik reynir aS beina hverri skák inn á þann farveg, sem honum hentar, en hann er fljótur að viSurkenna ósigur sinn og sveigja inn á þær brautir, sem staSan krefst, ef honum mistekst þetta. Þetta er hiS sanna aSalsmerki góðs skákmanns. Tal er aftur á móti hinn mikli „tak- tiker“ og leikfléttumaður. Hann stýrir ótrauður út í flóknar og tvísýnar stöður, því að hann treystir takmarkalaust hauk- fránni sjón sinni og hæfileikum til skjóts útreiknings. Stundum verður honum hált á dirfsku sinni, en miklu oftar er það andstæðingurinn, sem ratar ekki hinn rétta veg og lendir í einhverri djúphugs- aðri gildru Tals. Tal reynir umfram allt að halda spennu í stöðunni, á yfirborð- inu virðist allt með felldu, en undir niðri kraumar og vellur, og fyrr en varir er allt komið í háa loft. Ymsir vilja líkja Tal við eldtjall, sem gosið getur á hverri stundu, og er sú samlíking ekki fjarri sanni. Ekki gæti þessi lýsing á skákstíl Tals talizt fullkomin, ef þess væri ekki getið, að hann notar sér sálfræðilegan þankagang til framdráttar, og er þetta ef til vill einhver veigamesti þátturinn í viðhorfi hans til skákarinnar. Elann leik- ur oft vitandi vits vafasömum og tvíeggj- uðum leikjum, og verður þetta til þess, að andstæðingurinn ver miklu af um- hugsunartíma sínum til að ákveða, hvernig hann fái bezt hagnýtt sér „fing- urbrjótinn". Þegar hann er svo búinn að byggja upp hagkvæma stöðu og ætlar að neyta aðstöðumunarins, er tírninn á þrot- um, og Tal veitist sjaldan erfitt að snúa skákinni sér í hag. Mýmörg dæmi þessa getur að líta frá heimsmeistaraeinvíginu síðasta og ætla ég að tilfæra hér nokkur þeirra. 3. skák: Tal teflir byrjunina djarflega, en Botvinnik lætur ekki snúa á sig og tekst að fá betri stöðu. Hann hefur hins vegar eytt miklu af tíma sínum, og þegar til átaka dregur, er tíminn á þrotum. Tal tekst að villa um fyrir andstæðingi sín- um, fórnar manni, en nær ekki nema þráskák. 5. skák: Aftur teflir Tal djarflega, en Botvinnik tekst að leiða hjá sér allar flækjur og fá fram hagstætt endatafl. Sem fyrri daginn er þetta á kostnað tím- ans, og Botvinnik heppnast ekki að not- færa sér yfirburði sína. Skákin endar í jafntefli. 9. skák: I þetta sinn fórnar Tal manni í byrjuninni, en Botvinnik sýnir fram á, án þess að eySa ýkja miklum tíma, að fórnin á ekki rétt á sér. Tal hefur í eitt skipti orðið hált á dirfsku sinni. 17. skák: Staðan í einvíginu fyrir þessa skák er 9:7 Tal í hag, og flestir búast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.