Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 34
224
APOSTOLOS DASCALAKIS
ANDVARl
dáðu og virtu þessa menn, höfði hærri
cn aðra menn, glóhærða og fráneyga,
klædda hvítum skikkjum með skínandi
vopnum. Þegar þeir iylgdu keisaranum
að opinberum erindum og við hátíðleg
tækifæri, heilsuðu þeir með því að hrista
axir sínar yfir öxl sér, drógu þannig að
sér athygli áhorfenda og juku þannig
að sínu leyti mjög á allan glæsibrag keis-
arafylgdarinnar og samkomu tignar-
rnanna ríkisins. Væringjaforingjarnir í líf-
verðinum, sem næstir stóðu keisaranum
og áttu trúnað hans, þágu miklar sæmdir
og há laun, og þeir voru valdir úr hópi
þeirra Norðurlandamanna, sem tigin-
bornir voru. Oft voru þeir af konunga-
ættum eða jafnvel konungssynir, eins og
til dæmis Haraldur.
Af ofansögðu má ekki draga þá álykt-
un, að Væringjarnir í lífverði keisara
hafi eingöngu verið eins konar sýnis-
gripir við hátíðleg tækifæri, og til skrauts
kringum keisarann eins og lífverðir kon-
unga nú á dögum. Væringjar voru og
héldu áfram að vera framúrskarandi her-
menn, á sinn hátt eins og Miklagarðs-
keisari sjálfur var fyrst og fremst góður
hermaður. Þeir fylgdu keisaranum í öll-
um stríðum hans og börðust í fremstu
víglínu og tókst að halda velli. A hætt-
unnar stund vörðu þeir keisarann og börð-
ust harðfengilega við hlið hans, stað-
ráðnir í að verja líf hans til síðasta
manns. Hvenær sem ríkið var í bráðri
hættu vegna innrásar barbara, voru þeir
sendir í skyndi til þess að skakka leik-
inn. Innrásir af hálfu barbara voru mjög
tiðar, og þá voru Væringjar settir til
varnar á múrum borgarinnar við hlið
annarra hermanna og staðarfólks. Og þó
að engin styrjöld geisaði í svip, var ekki
kyrrð og friði að fagna hjá Væringjum.
Hlutverk þeirra var að verja keisarann,
en hann var alltaf í yfirvofandi lífshættu.
Ættingjar hans og hirðmenn voru sífellt
að brugga samsæri og alls konar óánægðir
menn blésu að glæðunum. Uppreisnir
voru gerðar og tilraunir til stjórnarbylt-
inga, herforingjar létu hrópa sig til keis-
ara að rómverskri fyrirmynd og beindu
síðan her sínum að Miklagarði til þess
að hrifsa völdin þar. En Væringjar mættu
öllum samsærum með hugrekki og sýndu
keisaranum ætíð skilyrðislausa hollustu.
Sagnaritarar skýra svo frá, að oft hafi
þeir varið keisarann til hins ýtrasta og
kostað til þess lífi sínu, barið niður upp-
reisnir og átt í höggi við heri þeirra
manna, sem sjálfir létu kalla sig keisara
og vildu sölsa undir sig völdin. Eins og
að líkum lætur, launaði keisarinn þjón-
ustu Væringjanna ríkulega. Eftir hverja
herferð með keisaranum, eftir hverja sig-
urvinning og í hvert sinni sem gengið
var milli bols og höfuðs á einhverjum
uppreisnarseggnum, voru gefnar margar
gjafir og verðlaun auk þess hluta her-
fangsins, sem hermennirnir áttu heimt-
ingu á. Væringjaforingjarnir voru hækk-
aðir í tign og þeirn gefnar stórgjafir, sem
gerðu þá að auðugum mönnum. Yfir-
maður lífvarðarsveitarinnar var sæmdur
nafnbótinni Proximus, sem er titill fylgd-
armanns keisarans. Þessi nafnbót gaf hon-
urn rétt til að ganga hið næsta keisaran-
um, ræða við hann, sitja iðulega við
borð hans, vera fulltrúi hans í framandi
löndum sem sendiherra hans við samn-
ingagerðir og málsvari í mikilvægum er-
indum. Sagnaritarar kalla hann oft
„Herrann af Varangia". Aðrir foringjar
Væringja voru einnig hátt settir liðsfor-
ingjar. Væringjar kunnu ekki grísku, og
því gerðust menn til að læra mál þeirra og
réðust til þeirra sem túlkar og voru kall-
aðir Væríngjatúlkar. Fyrirliði þeirra var
nefndur Stórtúlkur Væringjanna og skip-
aði sæti meðal æðstu tignarmanna i
Miklagarði. Á honum hvíldi sú skylda
að flytja Væringjum boð og fyrirskipanir