Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 58

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 58
248 RAGNAR JOHANNESSON ANDVARI legum hætti nema í þessu eina húsi á öllu landinu, Hótel Borg, og svo í potta- tali í Áfengisverzluninni. — Þetta kvöld ákváðum við Auden ferðaáætlun okkar og brottfararstund. Eg hefi stundum verið að velta því fyrir mér, hvers vegna þetta upprennandi skáld með stórþjóðinni ensku valdi ein- mítt Island til ferðalags þetta sumar. Hvers var hann að leita hér? Um þetta leyti grúfðu skuggalegar blíkur yfir Evrópu. Uppgangur og yfir- gangur fasista í Suðurlöndum og nazista i Þýzkalandi var að ná hámarki, borgara- styrjöldin á Spáni var að brjótast út. Heimsfriðinum var í hættu stofnað og frjálsri menningu og mannlífi ógnað. Þungar áhyggjur um framtíð mannkyns og menningar hlutu því að stríða á hugs- andi menn. Auden unni mjög frjálsri hugsun og hataði einræðisstefnur af öllu hjarta. Hið geigvænlega andrúmsloft í Evrópu fékk mjög á hann — önd hans þráði hvíld. Og það hefir hvarflað að honum, að þá stundarhvíld væri ef til vill að finna hér á þessu eylandi, sem virtist svo fjarlægt viðsjám og háreysti samtímans. Staðfestingu á þessu fáum við í hinu mikla kvæði hans, „Ferð til Islands," sem Magnús Asgeirsson þýddi með mikl- um snilldarbrag. Er því rétt að hugleiða það nokkuð í þessu sambandi. I fyrri hluta kvæðisins gerir skáldið í raun og veru grein fyrir tilgangi ferðar- innar og vonum sínum um hana og landið: „Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér fjarri! og sjávarnöfn skáldanna fylgjast með honum um borð: Borgleysa, Ótryggur, Svörfuður, Sorgin. Og Synjun er Norðursins orð. Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika, og brim er í lofti af vængjum svífandi flokks. Og undir þeim þjótandi, iðandi fána sér eyjavinurinn loks hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist, f jöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag. Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta, sem árskrímsl með blævængslag. Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna: fjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr, gljúfur og fossa og hornbjargsins háu höll, þar sem sjófuglinn býr. Of höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu: kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk, laug mikils sagnfræðings, klettey kappans, sem kvíða langnættið fékk. Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti: ,Fögur er hlíðin, og aftur um kyrrt ég sezt, konuna gömlu, sem vitnaði: ,,Eg var þeim verst, er ég unni mest." Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn. Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem böl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. En tekst það? . . ." Hér verða þáttaskil í kvæðinu. I seinni hlutanum gerir skáldið grein fyrir von- brigðum sínum: Nútímamaðurinn getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.