Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 46

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 46
236 WHXIAM IIEINESEN andvaiu — Þá dönsum við! sagði Einar Benediktsson. Kveikið ljósið! Balthazar mjakaði sér varlega ofan af stólnum, en náði ekki fótfestu og valt ósjálfbjarga eftir gólfinu. Læknirinn reyndi líka að komast að kveikjaran- um, en fékk sömu útreið. Hlátrar og formælingar þeirra beggja kváðu við í myrkrinu. — Liggið þið kyrrir og haldið ykkur fast! sagði skáldið í viðvörunarróm. Hann hafði lagzt flatur á gólfið og reyndi með lagi að mjaka sér á maganum að kveikjaranum, en hann rann af stað eins og hinir og lenti undir borði í hinum enda salarins. En nú var Gregersen vélstjóri byrjaður á kvæði sínu og sló taktinn með því að berja skóhælunum í stólfæturna. Röddin var lítil en áhrifasterk, og hann kvað hið gamla kátlega kvæði Geiplur um keisara Karlamagnús og jafn- ingja hans tólf, sem komnir eru að niðurlotum í Garðaríki fyrir heiðingja- kónginum Húgon og töfrabrögðum hans, en fyrir sakir hreystimannlegrar fram- göngu sinnar og fulltingis æðri máttarvalda sigrast þeir á tröllskapnum: Villum þeytir gullstöng gegnum fimmtán álna þykkan múrvegg, Engelbret kafar niður í ker með sjóðandi blýi og kemur óskaddur upp aftur, Ólafur jarl fremur losta sinn hundrað sinnum í meyjaskemmunni, Róland blæs með horni sínu hvert hár af höfði Húgons kóngs í einni lotu, og Túrpin erkibiskup veitir að lokum fossandi elfi inn yfir ríki heiðingja, og því syndaflóði hefðu þeir orðið að bráð, ef hinn háeðallyndi keisari Karlamagnús hefði ekki fengið vatnsflauminn heftan með því að ákalla miskunnsaman guð kristinna nianna . . . Islendingarnir föllnu tóku undir þar sem þeir lágu í myrkrinu, sungu hið hljómmikla viðlag og héldu sér fast í borðfætur og stóla. Riða þeir út af Frankalandi jí með dýra mey í söðli — blás í hornið Ólivant í RúnsivaL Skömmu eftir miðnætti tók storminn að lægja og gekk til norðanáttar; stjörnur kviknuðu yfir flakandi haffleti, þar sem langir löðurdreglar lágu eins og silfurglitrandi festar yfir súgandi undiröldu. Ut úr káetu frú Davidsen heyrðust niðurbæld hljóð og runnu saman við kvalastunur hinna sjóveiku. Jómfrúin þrýsti hendur ungu stúlkunnar. — Þú skalt ekki vera hrædd, María, sagði hún mildilega. Ég er hjá þér, og hér er líka læknir um borð. — Eg er ekki hrædd, hvíslaði stúlkan og bar hönd frú Davidsen upp að þurrum vörum sínum. Hún lauk upp augunum og sendi jómfrúnni dauft bros.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.