Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 46
236
WILLIAM HEINESEN
ANDVAlll
— Þá dönsum við! sagði Einar Benediktsson. Kveikið ljósið!
Balthazar nrjakaði sér varlega ofan af stólnuin, en náði ekki fótfestu og
valt ósjálfbjarga eftir gólfinu. Læknirinn reyndi líka að komast að kveikjaran-
um, en fékk sömu útreið. Hlátrar og formælingar þeirra beggja kváðu við í
myrkrinu.
— Liggið þið kyrrir og haldið ykkur fast! sagði skáldið í viðvörunarróm.
Hann bafði lagzt flatur á gólfið og reyndi með lagi að rnjaka sér á maganum
að kveikjaranum, en hann rann af stað eins og hinir og lenti undir borði í
hinum enda salarins.
En nú var Gregersen vélstjóri byrjaður á kvæði sínu og sló taktinn með
því að berja skóhælunum í stólfæturna. Rciddin var lítil en ábrifasterk, og
hann kvað hið gamla kátlega kvæði Geiplur um keisara Karlamagnús og jafn-
ingja hans tólf, sem kornnir eru að niðurlotum í Garðaríki fyrir heiðingja-
kónginum Húgon og töfrabrögðum bans, en fyrir sakir hreystimannlegrar fram-
göngu sinnar og fulltingis æðri máttarvalda sigrast þeir á tröllskapnum: Villum
þeytir gullstöng gegnurn fimmtán álna þykkan múrvegg, Engelbret kafar niður
í ker með sjóðandi blýi og kemur óskaddur upp aftur, Ólafur jarl fremur losta
sinn hundrað sinnum í meyjaskemmunni, Róland blæs með horni sínu hvert
hár af höfði Húgons kóngs í einni lotu, og Túrjiin erkibiskup veitir að lokum
fossandi elfi inn yl’ir riki beiðingja, og því syndaflóði hefðu þeir orðið að bráð,
ef hinn háeðallyndi keisari Karlamagnús hefði ekki l’engið vatnsflauminn heftan
með því að ákalla miskunnsaman guð kristinna manna . . .
íslendingarnir föl 1 nu tóku undir þar sem þeir lágu í myrkrinu, sungu hið
bljómmikla viðlag og héldu sér fast í borðfætur og stóla.
Ríða þeir út af Frankalandi
með dýra mey í söðli —
blás í hornið Ólivant í Rúnsival.
Skömmu eftir miðnætti tók storminn að lægja og gekk til norðanáttar;
stjörnur kviknuðu yfir flakandi haffleti, þar sem langir löðurdreglar lágu eins
og silfurglitrandi festar yfir súgandi undiröldu.
Út úr káetu frú Davidsen heyrðust niðurbæld bljóð og runnu saman við
kvalastunur hinna sjóveiku. Jómfrúin þrýsti hendur ungu stúlkunnar.
— Þú skalt ekki vera hrædd, Maria, sagði hún mildilega. Ég er hjá þér,
og liér er líka læknir um borð.
— Ég er ekki hrædd, hvíslaði stúlkan og bar hönd frú Davidsen upp að
þurrum vörum sínum. Hún lauk upp augunum og sendi jómfrúnni dauft bros: