Andvari - 01.10.1960, Síða 6
196
STEFÁN PJETURSSON
ANDVARl
hér allmikið aukið. En kannski mætti það nægja til að minna menn á, að Jón
Þorkelsson var ekki aðeins skáld, heldur og fræðimaður og skjalavörður, og
vann varanleg afreksverk í þágu þjóðarinnar á öllum þessum sviðum.
Jón Þorkelsson fæddist að Ásum í Skaftártungu ,,á Magnúsmessu Eyja-
jarls“ — svo sagði hann sjállur — „hinn 16. apríl 1859“. Foreldrar hans voru
séra Þorkell Eyjólfsson, þá sóknarprestur að Ásum', síÖar að Borg á Mýrum og
Staðastað, og kona hans, Ragnheiður Pálsdóttir. Voru þau bæði kvistir á sterk-
um, gömlum stofnum. Séra Þorkell, sem sjálfur var merkisklerkur og svo vel
að sér, að hann kenndi mörgum undir skóla, þar á meÖal Guðbrandi frænda
sínum Vigfússyni, — faðir séra Þorkels og móðir GuÖbrands voru systkin, —
var sonur séra Eyjólfs, síðast prests í Miðdalaþingum, Gíslasonar prests að Breiða-
bólstað á Skógarströnd Ólafssonar biskups í Skálholti Gíslasonar; en móðir séra
Þorkels var Guðrún, dóttir séra Jóns Þorlákssonar, þjóöskáldsins á Bægisá, og
konu hans, Margrétar Bogadóttur í Hrappsey Benediktssonar. Móðir Margrétar,
Þrúður, sem var fyrsta kona Boga í Elrappsey, var dóttir Bjarna hins ríka á
Skarði Péturssonar, senr komin var í beinan karllegg af Staðarhóls-Páli; en móðir
séra Þorláks, föður séra Jóns á Bægisá, var Margrét Arngrímsdóttir Jónssonar
í Sælingsdalstungu Arngrímssonar prófasts hins lærða á Melstað Jónssonar. —
Ragnheiður, kona séra Þorkels, sem sízt stóð manni sínum að baki að ættgöfgi,
var dóttir séra Páls prófasts í Hörgsdal Pálssonar; en móðir séra Páls var Ragn-
heiÖur GuÖmundsdóttir í Þormóðsdal Sæmundssonar á Kjallaksstöðum Þórðar-
sonar prófasts á Staðarstað Jónssonar biskups á Hólum (Bauka-Jóns) Vigfús-
sonar sýslumanns á Stórólfshvoli Gíslasonar lögmanns í Bræðratungu Hákonar-
sonar. Kona Jóns biskups Vigfússonar og móðir séra Þórðar á Staðarstað, Guð-
ríður, var dóttir séra Þórðar, prests í Hítardal, hins merka fræðimanns, og konu
hans, Helgu Árnadóttur lögmanns á Leirá Oddssonar biskups í Skálholti
Einarssonar; en kona Odds biskups og móðir Árna lögmanns var Helga Jóns-
dóttir sýslumanns á Grund í Eyjafirði Björnssonar prófasts á Melstað Jónssonar
biskups á Hólum Arasonar. — Var Jón Þorkelsson þannig bæði í föður- og
móðurætt kominn af mörgum hinum merkustu og stórbrotnustu mönnum
þjóðarinnar á síðari öldum. Kunni hann og vel að meta slíkt ætterni, var stoltur
af því; enda má sjá þess margvíslegan vott í rituin hans, að það var honuin
jafnan hugstætt.
En af föður og móður hafði hann ekki mikið að segja í uppvextinum-
Minntist hann þess löngu síðar, þá kominn á efri ár, svofelldum orðum i
kvæðinu um Minnu, fóstru sína: