Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 6

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 6
196 STEFÁN PJETURSSON hér allmikið aukið. En kannski mætti það nægja til að minna menn á, að Jón Þorkelsson var ekki aðeins skáld, heldur og fræðimaður og skjalavörður, og vann varanleg afreksverk í þágu þjóðarinnar á öllum þessum sviðum. Jón Þorkelsson fæddist að Ásum í Skaftártungu „á Magnúsmessu Eyja- jarls" — svo sagði hann sjálfur — „hinn 16. apríl 1859". Foreldrar hans voru séra Þorkell Eyjólfsson, þá sóknarprestur að Ásum', síðar að Borg á Mýrum og Staðastað, og kona hans, Ragnheiður Pálsdóttir. Voru þau bæði kvistir á sterk- um, gömlum stofnum. Séra Þorkell, sem sjálfur var merkisklerkur og svo vel að sér, að hann kenndi mörgum undir skóla, þar á meðal Guðbrandi frænda sínum Vigfússyni, — faðir séra Þorkels og móðir Guðbrands voru systkin, — var sonur séra Eyjólfs, síðast prests í Miðdalaþingum, Gíslasonar prests að Breiða- bólstað á Skógarströnd Ólafssonar biskups í Skálholti Gíslasonar; en móðir séra Þorkels var Guðrún, dóttir séra Jóns Þorlákssonar, þjóðskáldsins á Bægisá, og konu hans, Margrétar Bogadóttur í Hrappsey Benediktssonar. Móðir Margrétar, Þrúður, sem var fyrsta kona Boga í Hrappsey, var dóttir Bjarna hins ríka á Skarði Péturssonar, sem komin var í beinan karllegg af Staðarhóls-Páli; en móðir séra Þorláks, föður séra Jóns á Bægisá, var Margrét Arngrímsdóttir Jónssonar í Sælingsdalstungu Arngrímssonar prófasts hins lærða á Melstað Jónssonar. — Ragnheiður, kona séra Þorkels, sem sízt stóð manni sínum að baki að ættgöfgi, var dóttir séra Páls prófasts í Hörgsdal Pálssonar; en móðir séra Páls var Ragn- heiður Guðmundsdóttir í Þormóðsdal Sæmundssonar á Kjallaksstöðum Þórðar- sonar prófasts á Staðarstað Jónssonar biskups á Hólum (Bauka-Jóns) Vigfús- sonar sýslumanns á Stórólfshvoli Gíslasonar lögmanns í Bræðratungu Hákonar- sonar. Kona Jóns biskups Vigfússonar og móðir séra Þórðar á Staðarstað, Guð- ríður, var dóttir séra Þórðar, prests í Hítardal, hins merka fræðimanns, og konu hans, Helgu Arnadóttur lögmanns á Leirá Oddssonar biskups í Skálholti Einarssonar; en kona Odds biskups og móðir Árna lögmanns var Helga Jóns- dóttir sýslumanns á Grund í Eyjafirði Björnssonar prófasts á Melstað Jónssonar biskups á Hólum Arasonar. — Var Jón Þorkelsson þannig bæði í föður- og móðurætt kominn af mörgum hinum merkustu og stórbrotnustu mönnum þjóðarinnar á síðari öldum. Kunni hann og vel að meta slíkt ætterni, var stoltui' af því; enda má sjá þess margvíslegan vott í rítum hans, að það var honum jafnan hugstætt. En af föður og móður hafði hann ekki mikið að segja í uppvextinum- Minntist hann þess löngu síðar, þá kominn á efri ár, svofelldum orðum i kvæðinu um Minnu, fóstru sína:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.