Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 56

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 56
246 RAGNAR JÓHANNESSON ANDVARI á íslenzku, nema: „Hvað er klukkanr" en á henni þurfti hann oft að halda, því að enga klukku hafði skáldið meðferðis. Hér verður engin tilraun gerð til að lýsa skáldskap W. H. Audens né rithöf- undarferli. Til þess skortir mig bæði þekkingu og heimildargögn. Nægir að geta þess, að hann var, á þessum árum, á hraðri leið til heimsfrægðar, og var þegar orðinn einna kunnastur yngri Ijóð- skálda í Englandi. Mikið nýjabragð þótti að ljóðum hans; hann fór í ýmsu lítt troðnar hrautir, enda skiptar skoðanir um verk hans. Idann var róttækur í skoðun- um, en þó segir stallbróðir hans, Stephen Spender, hann aldrei hafa orðið hrein- ræktaðan kommúnista. Hann fór til Spánar, meðan borgarastyrjöldin þar stóð yfir, og gerðist sjálfboðaliði í her stjórnar- sinna, ók sjúkrabifreið. Upp úr heims- styrjöldinni dvaldist hann árum saman í Bandaríkjunum. En fyrir fjórum árum var hann gerður heiðursprófessor í skáld- skap við sjálfan Oxford-háskóla. Er sagt, að Auden prófessor hafi lýst þessu nýja starfi sínu með þessari setningu: „Próf- essor — það er maður, sem talar í svefni — annarra." Hann kom hingað til lands sumarið 1936 og dvaldist hér nokkrar vikur, áður en félagi hans, Louis MacNiece, kom, og ferðuðust þeir saman eftir það. Þeir gáfu síðan út saman bókina „Letters from Iceland", og er hún mestmegnis eftir Auden. Þetta er öðrum þræði ferða- saga og landslýsing, en líka er þar mikið af skáldskap og hugleiðingum, sem koma íslandi lítt eða ekki við. Auden mun hafa haft spurnir af ýms- um mönnum hér, áður en hann kom, t. d. Sigurði Nordal og Kristni Andrés- syni. Kynntu þeir hann síðan mönnum, sem ætla mætti, að honum þætti fengur í að kynnast. Það var víst Nordal, sem tókst á hend- ur að útvega Auden fylgdarmenn um landið, og kom honum þá eðlilega í hug að leita til nemenda sinna í háskólan- um. Sjálfsagt hefðu margir verið fúsir til að vera túlkar skáldsins og fylgdar- menn, svo frægs andans manns, en bögg- ull fylgdi því skammrifi, því að segja mátti, að starf þetta væri meira til „frægðar en langlífis", því að kaup vildi skáldið ekkert horga, umfram ferða- kostnað, fæði og gistingu. Sennilega hefir hann ekki verið ýkja fjáður maður, enda lagði hann nokkuð í kostnað vegna tíðra langferðalaga, og fast starf hafði hann ekki með höndum, þegar hér var komið sögu. Auk þess var maðurinn sparsamur, eins og enn mun sagt verða. Lögð var áherzla á það, þegar við vorum ráðnir til Audens, að við ættum að vera félagar hans og samfylgdarmenn fremur en túlkar, og má til sanns vegar færa, að það urðum við líka, og furðu þolinmóður var hann líka, þótt enskukunnáttan reyndist stundum af skornum skammti. En smeyk- ur er ég um, að einhvern tíma hcfði hann lent í vandræðum á ferðalagi sínu, alger- lega ókunnugur íslenzkum samgöngu- háttum, kunnandi ekki annað í íslenzku en: „Hvað er klukkan?" Þrátt fyrir það, að lítil fjárvon væri i Auden, gekk nokkuð greiðlega að útvega honum fylgdarmenn úr hinum fámenna hópi norrænustúdenta. Varð það að ráði, að Ólafur Briem færi með Iionum austur fyrir fjall, en ég norður og austur. (Ólaf' ur hafði lokið meistaraprófi þá fyrir fá' um vikum). Mér gekk vmislegt til að taka þessu tilboði, þótt ekki væri það févænlegt: Idér gafst tækifæri til að kynn- ast þekktu útlendu skáldi, en hugurinn var mjög við skáldskap á þeim áruni; kostur gafst á að hitta gamla kunningja á fornum slóðum og kanna nýjar a Austurlandi; loks var ákveðin stúlka þa austur á Fjörðum, sem mér lék mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.