Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 33
ANDVARI
VÆRINGJAR
223
þetta et’ni, og mér þykir lcitt, að ég hef
ekki tíma til að fjölyrða um þær nú. í eitt
skipti fylgdu þeir sjálfum keisaranum á
herferðum hans, og foringjar þeirra tóku
fyrirskipanir beint frá honum, þar sem
þeir voru hluti af hinu keisaralega
fylgdarliði. í annað sinn er sjálfstæð
Væringjaherdeild send til einhvers staðar
til hernaðaraðgerða, og Væringjaforing-
inn er sjálfur fyrir henni í nafni keis-
arans. Mörgum sinnum eru þeir nefndir
sem hluti af herdeild undir stjórn frægra
býzanzkra herforingja. Að því er býz-
anzkir sagnaritarar herma, má finna Vær-
ingja inni í miðri Asíu, á bökkum Eufrats
í viðureign við Persa, í fjöllum Asíu í
bardögum við Araba, á bökkum Dónár
eða Aimos-fjöllum gegn Búlgörum og
Slöfurn, í Suður-ftalíu til þess að frelsa
kristna menn úr höndurn Múhammeðs-
manna. Síðar finnum við þá aftur í Grikk-
landi, þar sem þeir standa gegn innrás-
um fjarskyldra frænda sinna, Normanna
frá Frakklandi, sem stofnað höfðu ríki
á Sikiley. Oft er sagt að gripið hafi verið
til Væringja, þegar allt í einu þurfti að
senda hermenn til að mæta skyndiárás
eða kveða niður uppreisn eða sigra ein-
hvern herforingja, sem vildi gera sig að
keisara. Alltaf er talað um þá sem fót-
gönguliða, aldrei sem riddaralið. Eigi að
síður bera þeir af öllum um hernaðar-
tækni og ráðast að óvinunum í þéttum
fylkingum sem órjúfandi veggur. í atlög-
unni reka þeir upp heróp og slá öxum
sínum saman með miklum hávaða. Þeir
eru hraustir og geiglausir og vilja heldur
falla á vígvelli en hopa. Óvinir keisarans
hræðast þá mjög og verða oft gripnir
ofboði, þegar þeir sjá þessa norrænu risa.
Alls staðar halda þeir velli og korna aftur
til „Tsarigrad", keisaraborgarinnar Konst-
antínópel, sigurreifir og með miklu her-
fangi. Tekið er á móti þeim með mikl-
um heiðri, foringjarnir fá háar stöður,
gull eins og hver vill og stórkostlegar
veizlur. Allt verður þetta til þess að
glæða áhuga þeirra á nýjum herförum.
Að sjálfsögðu fóru hinar Ijóshærðu nor-
rænu hetjur ekki á mis við ástir ungra
kvenna í Býzanz, en aldrei varð það til
þess að slæva stranga lifnaðarhætti þeirra
og hermannlegan heiður á miðaldalega
riddaravísu. Sagnaritarinn Kedrinos segir
frá Væringja nokkrum, sem reyndi að
nauðga konu í herferð til Þrakíu. Idenni
tókst að ná öxi hans og drepa hann. Þegar
hinir Væringjarnir komust að þessu,
skutu þeir á fundi, krýndu konu þessa
og gerðu sem mestan heiður hennar, gáfu
henni allar eigur mannsins, en létu hann
sjálfan ógrafinn öðrum til viðvörunar.
Margir Væringjar voru einnig á býz-
anzka flotanum. Þeir sem börðust á landi
voru kallaðir „spjótberar", en þeir sem á
sjónum voru, „sæhermenn". En oft var
enginn greinarmunur gerður og þeir
voru notaðir sitt á hvað, á sjó eða landi,
eftir því sem þörf krafði. Slíkt var ekki
nema eðlilegt í augum hinna norrænu
hermanna, sem vanir voru sjóorustum í
norrænum höfum og bardögum á megin-
landi Vestur-Evrópu og gengu að hvoru
tveggja með sama vígahug og leikni. I
þjónustu keisarans reyndust þeir ágætir
sjóhermenn, og hann beitti Væringjum
til allra mikilvægra hernaðaraðgerða á
Miðjarðarhafi. Þeir tóku þátt í herferð-
unurn til þess að frelsa eyna Krít úr
höndum Araba, og þeir stökktu Nor-
mönnum brott frá Sikiley og öðrum vest-
rænum innrásarmönnum úr grískum
löndum.
En Væringjarnir urðu fyrst og fremst
frægir í sögu Miklagarðs sem keisaraleg-
ur lífvörður, úrvalssveit hermanna í per-
sónulegri fylgd keisarans. Það liggur í
augum uppi að yngstu, hraustustu,
glæsilegustu og tiginmannlegustu menn-
irnir voru valdir í lífvörð keisarans. Allir