Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 75

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 75
SKIPBROT VIÐ HUNSNES 265 kvæmdist Einari líka aS lána honum hettu sína og vettlinga, því að hann var berhöfSaSur og berhentur. Þessu næst tóku bændurnir að spyrja manninn, hvort hann vildi, að þeir létu hann á reiðingshestinn. En nú var hann ekki lengur jafnmálhress og áður, því að þeir gátu ekki greint, þrátt fyrir eftir- grennslanir sínar, hvort hann sagði já eða nei. En þeir tóku þá rögg á sig og leystu vandann með því að snara mann- inum klofvega upp á reiðinginn fyrir aftan klakkana, og ístöð gerðu þeir hon- um úr reipi. Og með því að hvorugur þeirra vildi flvtja hann heim til sín, varð það að ráði, að þeir færu með hann inn á bæi, þótt það væri alllöng og harla ógreiðfær leið. Skiptust þeir á um að teyma hestinn og styðja manninn, og er ekki ósennilegt, að þeir hafi ætlað inn að Ketu, þótt förin endaði á Mallandi, því að í Ketu bjuggu tveir hreppstjórar sveitarinnar, Jón Jónsson og Guðmundur Eiríksson. Þegar þeir höfðu farið þannig alllengi, spurði maðurinn á reiðingnum allt í einu, hvort þeir gætu ekki gefið sér eitthvað að drekka. En þá var hreytan úr Neðra- Neskúnni búin, svo að þeir gátu ekki dreypt á hann. SíSan var lengi haldiS áfram, unz mað- urinn tók aftur til máls. Nú spurði hann, hvað langt væri til byggða. Þeir sögSu honum, að það væri langt, því að þeir væru komnir í Mallandsskarð. V Það var hyggja þeirra Nesmanna, að þeir hefðu komiS skipbrotsmanninum úr Grímsey lifandi að Mallandi, því að þeir þóttust heyra til hans stunur. En svo sagði Einar í Neðra-Nesi síðar, að hann hefði haldið, að yfir hann hefði liðiS, þegar þeir tóku hann af baki þar á hlaS- inu. Var þar stumrað yfir manninum um hriS, og meS því aS betur var búiS aS mjólk á Mallandi en Neðra-Nesi, var enn á ný reynt að dreypa á hann. Sagðist Einar, sem að því starfaSi, ekki vita bet- ur en mjólkin hefSi runniS niSur í hann. ASrir hermdu þó, aS hann hefSi sagt þar á hlaSinu, að hann kæmi mjólkinni ekki í hann, „því hann væri kominn guðs í frið." Loks varð þaS aS ráSi aS bera skip- brotsmanninn í skemmu, og þar var maS- ur fenginn til þess aS færa hann úr skinn: stakk, koti og buxum og rannsaka, hvort lífsmark fyndist meS honum, því aS þá var hætt að heyrast til hans. Þótti tví- sýna á, hvort heldur hann var dauður eða í öngviti. En svo fór, að ekkert merki þess sást, að hann væri lengur lífs, svo að hann var lagður til í skemmunni. Ærin fyrirhöfn Nesmanna hafði komið fyrir ekki. Grímseyingurinn, sem legið hafSi þrjú dægur í högum þeirra, þjak- aSur og stórslasaður, og loks verið fluttur á reiðingi í stórviSri og kulda um dag- setur klukkustundar lestargang, var úi- skurSaSur örendur. ÞaS hefur hann kann ski líka veriS. Minna volk hefur orðiS mörgum manninum aS aldurtila. VI Mallandsbændum þótti sendingin ekki nema miSIungi góS. Þeir vildu losna sem skjótast viS lík Grímseyingsins. Fyrir sólaruppkomu á fimmtudagsmorguninn var bariS aS dyrum í Ketu, þar sem hrepp- stjórarnir bjuggu, og var þar kominn Bjarni Högnason á Mallandi. Erindi hans var aS segja Ketumönnum tíSindin og biSja þá aSstoSar viS aS færa líkiS til kirkju. Hreppstjórarnir brugSust vel við þess- um tilmælum. Var þegar hafizt handa um líkflutninginn. Kvenfólkið á Mal- landi hafði sýnt hinum dána manni þann sóma að breiða klút yfir ástjónu hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.