Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 23

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 23
ANDVAHI JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 213 Eg hef marga yndisstund átt í gömlum tínrum, stytt mér tíð og létt mér lund ljóðum, sögum, rímum og fást við fyrri menn; þegar eg hóf það, þá var eg ungr, það er mér hugstætt enn. Að „fást við fyrri menn“, — það var yndi hans, bæði fræðimannsins og skáldsins. Mörg kvæði hans fjölluðu um þá, — einkum miðaldamenn i sögu íslands, sem ávallt voru honum kærastir: Ólöfu ríku, Björn í Ögri og Stefán biskup, Ögmund Pálsson og Jón Arason. En fleira varð honum að yrkisefni en slíkir stórhöfðingjar: Eitt fegursta Ijóð sitt orkti liann um Kvæða-Önnu, brenni- merkta förukonu, sem uppi var um 1400 og ekki er getið í heimildum nema örfáum orðum í einni annálsgrein. En að ekki þyrftu yrkisefnin endilega að vera sótt svo langt aftur í tímann til þess að hann kynni að gera þeim góð skil, sýndi hann eftirminnilega í kvæðinu um Minnu, sem fóstraði hann ungan austur í Hlíð i Skaftártungu. Ekkert kvæði, sem hann orkti, var eins fullkomið, í látleysi sínu og það. Það var sem fyndi Jón Þorkelsson það á sér sumarið 1923, að ekki myndi seinna vænna að hugsa til útgáfu á ljóðum ltans. Það sumar bjó hann þau loksins undir prentun og birti í lítilli hók, sem hann kallaði „Vísnakver Forn- ólfs“; kom það út rétt fyrir jólin það ár og vakti þá þegar mikla athygli. Engum duldist, að þar væri sérkennilegt skáld, og raunar einstætt í íslenzkum nútíðar- bókmenntum, lram komið; og lék það ekki lengi á tveimur tungum, hver það væri, — svo ótvírætt sór vísnakverið sig í ætt við alkunna söguskoðun Jóns Þor- kelssonar og mergjað mál hans. En óvænt uppgötvun var það fyrir margan, sem Jrekkti hrjúfa skurn þess skapmikla manns og vinnuþjarks, að á bak við bana byggi bæði stórbrotin og viðkvæm listamannssál, sem um langa ævi hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir þrotlausu striti fræðimannsins. Sjálfur minntist Jón Þorkelsson í öðru kvæði Vísnakversins, sem hann kallaði „Forspjallsorð", ekki alveg sársaukalaust á þetta leyndarmál lífs síns: Ég man þá daga æsku í, ég ætlaði að gera margt; en framkvæmt hef ég fæst af því, — hið fáa tæpt og vart. Nú líður á dag og lækkar sól, — hvað lengi er vinnuhjart?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.